fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Fókus

Sakamál: Ekkert var eins og það sýndist eftir morðið á kórstjóranum – Málið tók óvænta stefnu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. september 2021 22:00

Kathy Blair. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kathy Blair var 53 ára, fráskilin kona sem naut sín mjög í starfi sínu sem kórstjóri í borginni Austin í Texas-fylki. Hún var frá Kaliforníu en flutti til Texas árið 2013 og inn í fallegt hús í kyrrlátu úthverfi í Austin, Tamrack Trail. Þar átti hún eftir að enda ævina um einu og hálfu ári síðar.

Kathy Blair bjó ein en um það leyti er þessir atburðir gerðust var sonur hennar í heimsókn hjá henni. Að kvöldi 6. desember árið 2014 hringdi hann í neyðarlínuna og greindi frá því að hann hefði komið að móður sinni látinni og einhver hefði greinilega brotist inn til hennar.

Aðkoman var vægast sagt ófögur. Ráðist hafði verið á Kathy er hún lá í rúmi sínu, hún hafði verið kyrkt og skorin á háls.

Allt var á rúi og stúi í íbúðinni, skúffur höfðu verið rifnar út og lágu á gólfinu og skartgripaskrín Kathy höfðu verið tæmd. Augljóslega var um innbrot, rán og morð að ræða.

Svipaður glæpur nokkrum dögum síðar

Tamrack Trail er friðsælt hverfi þar sem glæpir eru fátíðir og því má nærri um geta að íbúar voru slegnir miklum óhug eftir morðið á Kathy Blair. Þeir fengu þó engan tíma til að jafna sig því aðeins níu dögum síðar voru nágrannar Kathy, hjónin Billie og Shidney Shelton, myrt. Glæpurinn bar þess merki að sami maður og myrti Kathy hefði verið að verki.

Hjónin voru bæði á níræðisaldri og höfðu verið gift í 64 ár. Þau lifðu friðsælu lífi eftirlaunaþegans sem þarna var bundinn endi á með vægast sagt hrottalegum hætti. Varnarlaust fólkið hafði verið barið og stungið til bana, rótað hafði verið í öllu í íbúðinni og skartgripum stolið.

Lögreglan óttaðist að raðmorðingi væri á ferðinni í hverfinu en sem betur fer tók sá ferill enda er lögreglu barst álitleg ábending. Einhver sem þekkti til Kathy Blair hafði samband og benti á mann að nafni Tim Parlins sem hafði starfað fyrir Kathy við garðhönnun og garðyrkju.

Tim Parlins hafði langan sakaferil að baki og hafði meðal annars verið dæmdur fyrir skartripaþjófnað. Hann var á skilorði er lögregla hafði tal af honum þarna. Í fórum hans fannst kvittun úr veðlánarabúð fyrir einum af skartripunum í eigu Kathy Blair.

Tim Parlins. Youtube-skjáskot

Málið tekur vægast sagt óvænta stefnu

Málið leit út fyrir að vera leyst en þá tók það mjög óvænta stefnu. Lögreglu gekk erfiðlega að fá Tim Parlins til að tala. En hann kom þó með eina óvænta ábendingu: Hann sagði að maður að nafni Shawn Gant-Benalcazar hefði framið morðin. Sá maður var af allt öðru sauðahúsi en Tim Parlins. Hann var framhaldsskólakennari sem aldrei hafði komist í kast við lögin og átti sjáanlega ekki í neinum erfiðleikum í lífinu.

Shawn bjó þar að auki töluvert langt frá Austin eða í Galvesteon, sem er í um fjögurra klukkustunda akstursfjarlægð frá Austin. Þegar lögregla hafði samband við Shawn sagðist hann kannast lítillega Tim þar sem systir hans væri kærasta frænda Tims.

Það var ekkert við Shawn sem gerði hann líklegan til að fremja glæp af þessu tagi enda maðurinn með allt annan bakgrunn en Tim Parlins, vart hægt að finna ólíkari menn. En þó komst lögreglan að því að þeir höfðu varið einhverjum tíma saman í Austin dagana sem innbrotin og morðin voru framin.

Eftir því sem lögregla yfirheyrði Shawn oftar kom meira í ljós og hann viðurkenndi að hann hefði verið í bílnum með Tim Parlins þegar hann framdi voðaverkin en sagðist ekkert hafa haft með þau að gera.

Sönnunargögn, meðal annars lífsýni á vettvangi og blóð úr Kathy í farþegasætinu frammi í bílnum sem Tim ók (einmitt þar sem Shawn sat í bílnum), bentu þó til þess að mennirnir hefðu báðir verið að verki og þeir voru báðir ákærðir fyrir innbrot, þjófnaði og þrjú morð.

Við réttarhöldin reyndi hvor um sig að koma sök á hinn en svo fór að mennirnir voru báðir sakfelldir og voru dæmdir í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn.

Mörgum sem fjallað hafa um málið þykir sérkennilegt að Shawn hafi gerst sekur um þessa glæpi þar sem ekkert í fortíð hans benti til þess að hann væri líklegur til að fremja það ofbeldi og gerast sekur um þá grímulausu mannvonsku sem glæpirnir lýstu. Raunar var grimmdin í glæpunum líka umfram það sem Tim Parlins hafði gerst sekur um en hann var þó miklu dæmigerðari brotamaður í máli af þessu tagi.

 

Shawn Gant-Benalcazar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sykurmamma borgar mun yngri kærastanum 2,6 milljónir á mánuði -„Hann gerir hvað sem ég vil“

Sykurmamma borgar mun yngri kærastanum 2,6 milljónir á mánuði -„Hann gerir hvað sem ég vil“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian deilir stærstu mistökunum sem hún hefur gert sem foreldri

Kim Kardashian deilir stærstu mistökunum sem hún hefur gert sem foreldri
Fókus
Fyrir 2 dögum

10 ára bið á enda – Fimmmta Scream-myndin væntanleg á næsta ári – Sjáðu stikluna!

10 ára bið á enda – Fimmmta Scream-myndin væntanleg á næsta ári – Sjáðu stikluna!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Brynjars hótar föður sínum grimmilega – „Einhver myndi segja að þetta væri kúgun aldarinnar“

Sonur Brynjars hótar föður sínum grimmilega – „Einhver myndi segja að þetta væri kúgun aldarinnar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kim Kardashian sló í gegn í SNL – Fyndnustu atriðin og ræðan sem gerði allt vitlaust

Kim Kardashian sló í gegn í SNL – Fyndnustu atriðin og ræðan sem gerði allt vitlaust
Fókus
Fyrir 3 dögum

Glowie nær óþekkjanleg – Allt hárið fékk að fjúka

Glowie nær óþekkjanleg – Allt hárið fékk að fjúka