fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
Fókus

Ein vinsælasta glæpasaga Íslendinga orðin að hljóðbók – „Var auðvitað gríðarlegur „hittari“ á sínum tíma“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 17. september 2021 15:20

Stefán Máni rithöfundur. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn goðsagnarkenndi spennutryllir „Svartur á leik“ kom í dag út bæði sem bæði hljóðbók og rafbók hjá Storytel. Rúnar Freyr Gíslason leikari les.

Stefán Máni Sigþórsson, höfundur bókarinnar, er einn vinsælasti spennusagnahöfundur þjóðarinnar segist fagna þessum áfanga. „Þessi bók var auðvitað gríðarlegur „hittari“ á sínum tíma og er örugglega enn mest selda bókin mín á Íslandi,“ segir hann.

Svartur á leik var fyrst gefin út árið 2004 og kvikmynd byggð á bókinni var frumsýnd árið 2011.

Stefán Máni segist hafa unnið náið með teyminu sem færði bókina á hvíta tjaldið og að hann hafi lært mikið af því ferli. „Ég sá þá hvernig kvikmyndagerðarfólk hugsar. Þar er meira verið að skera niður og straumlínulaga. Ég lærði betur hvað skipti virkilega máli og það hefur síðan haft áhrif á skrifin mín. Ég er orðinn hnitmiðaðri.“

Áður en hljóðbókin kom út nú fór Stefán Máni yfir hana með þetta að leiðarljósi og segir hann bókina enn betri nú.

„Það er komin ný kynslóð sem hefur ekki lesið bókina og tilvalið að skella sér á hljóðbók eða rafbók um helgina.“

Von er á nýrri spennusögu frá honum fyrir jólin en hann lætur ekkert uppi um söguþráðinn. „Svartur á leik er fín til að hita upp glæpahluta heilans fyrir jólin.“

Þá fagnar Stefán Máni ennfremur 25 ára höfundarafmæli í ár en hann hefur gefið út á þriðja tug bóka. Hans helstu viðbrögð við því þessu afmæli eru: „Það hljómar skelfilega að eiga 25 ára rithöfundarafmæli. Ég er greinilega búinn að vera lengur í bransanum en ég hélt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Frumsýna óperu sem fjallar um ævi og störf Vigdísar Finnbogadóttur

Frumsýna óperu sem fjallar um ævi og störf Vigdísar Finnbogadóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnlaugur barnahjartalæknir hlaut Míu-verðlaunin

Gunnlaugur barnahjartalæknir hlaut Míu-verðlaunin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunni Helga fékk óvæntan tölvupóst í morgun – „Einhver besti tölvupóstur sem ég hef fengið“

Gunni Helga fékk óvæntan tölvupóst í morgun – „Einhver besti tölvupóstur sem ég hef fengið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valdi fullkomna nafnið fyrir dóttur sína – Hefur verið að bera það rangt fram og hatar það núna

Valdi fullkomna nafnið fyrir dóttur sína – Hefur verið að bera það rangt fram og hatar það núna