fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Borðaði yfir 3000 kalóríur á dag til að fá drauma rassinn – „Ég elska sjálfa mig“

Fókus
Fimmtudaginn 16. september 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elisa Albrich, þýskur rappari, byrjaði að undirgangast lýtaaðgerðir 18 ára gömul til að fá ýktari og kvenlegri línur. Hún var óörugg með sjálfa sig sem unglingur og dreymdi um að vera ekki flatbrjósta.

Hún deilir sögu sinni með Truly í myndbandaseríunni Hooked on the look.

„Ég þéna peningana mína á Instagram. Ég er með yfir 400 þúsund fylgjendur ég hef farið í fjórar brjóstastækkanir og tvær rassastækkanir,“ segir Elisa.

Hún segir að aðrir hafi gert grín af henni þegar hún var táningur fyrir að vera of grönn og flatbrjósta.

„Þegar ég var svona 15-16 ára var ég mjög grönn og hafði engin brjóst og fólk var alltaf að segja við mig hluti á borð við „þú ert flatbrjósta“. Á þeim tíma hugsaði ég að ég væri kannski of grönn og hefði engar línur svo þess vegna gerði ég það sem ég gerði.“

Henni dreymdi um stærri brjóst og þegar hún varð 18 ára lét hún drauminn rætast.

„Ég var 18 ára þegar ég fór í fyrstu brjóstastækkunina mína, mig langaði alltaf í þessa stóru stærð.“

Síðan langaði hana að stækka á sér rassinn. En rak sig þar á vegg.

„Brasilísk rassalyfting virkar þannig að ef þú ert með of mikið af fitu einhvers staðar á líkamanum þá er hægt að taka hana og sprauta henni allri í rassinn. Ég er mjög grönn svo ég þurfti að borða rúmlega 3000 kalóríur á hverjum degi til að ná að bæta á mig. Það var mjög erfitt fyrir mig.“

Elisa segir það hafa reynst henni erfitt að borða svona mikið þar sem henni var það ekki náttúrulegt. Hún þurfti að leggjast í skyndibita og hafa sig alla við.

Hún lofaði sjálfri sér að seinni rasslyftingin yrði hennar seinasta lýtaaðgerð.

„Sem kona þá segir maður alltaf já þetta er komið gott, þetta er seinasta aðgerðin, en svo fer maður alltaf í fleiri. Svo ég sagði við sjálfa mig eftir seinni rasslyftinguna að þetta væri það síðasta“

Elisa er hins vegar 27 ára gömul og segir að sökum aukins aldurs þá þurfi hún eiginlega að fara aftur í brjóstaaðgerð til að vega á móti þyngdaraflinu.

Hún segir erfitt að líta út eins og hún gerir í Þýskalandi.

„Hér í Þýskalandi er erfitt að líta svona út því mörgum mislíkar það, og mislíkar þá við þig og margir horfa á mann og dæma.“

Hún lætur það þó ekki á sig fá.

„Ég elska sjálfa mig. Ég gerði þetta allt og mér líður vel í líkamanum. Verið bara þið sjálf og gerið það sem þið viljið, þið vitið aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“