fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Áhugaverðar niðurstöður um kynlífshegðun Íslendinga – Kynlíf á skrifstofum og í flugvélum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. september 2021 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífstækjaverslunin Blush framkvæmdi könnun á Instagram í gær. Verslunin er með yfir 18 þúsund fylgjendur á Instagram og svara að jafnaði fjögur til fimm þúsund manns hverri spurningu.

Blush birti niðurstöðurnar fyrr í dag og gætu þær komið þér á óvart.

Vinsælt að stunda kynlíf á skrifstofu

Tæplega 700 manns sögðust hafa stundað kynlíf í flugvél. 630 manns sögðust hafa stundað sjálfsfróun á almannafæri og rúmlega 820 manns sögðust hafa stundað kynlíf í líkamsræktarstöð.

Líklegast eru mest óvæntu niðurstöðurnar þær að rúmlega 2800 manns sögðust hafa „sofið hjá á skrifstofu“.

Ríflegur meirihluti þátttakenda viðurkenndi að hafa sofið hjá í foreldrahúsum, rúmlega fjögur þúsund manns.

Þegar kemur að því að stunda kynlíf á túr svöruðu 59 prósent játandi, eða um þrjú þúsund manns, og 41 prósent neitandi, um 2200 manns.

74 prósent svarenda sögðust vera með einhvers konar fantasíu en 26 prósent svaraði neitandi. Um 1500 manns sögðust hins vegar ekki þora að segja maka sínum frá fantasíunni.

Fólk virðist vera almennt hrifið af því að stunda kynlíf utandyra. 86 prósent svarenda, eða um 4400 manns sögðust vera hrifnir af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla