fbpx
Mánudagur 20.september 2021
Fókus

Læknir segir hvers vegna fólk ætti aldrei að sofa nakið

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 11. september 2021 09:30

Mynd til vinstri: Pixabay -Mynd til hægri: Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk hefur verið ósammála um það frá örófi alda hvort það sé þægilegra að sofa í fötum eða án þeirra. Læknir nokkur sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok vill meina að fólk ætti aldrei að sofa nakið. 

Læknirinn sem um ræðir heitir Anthony Youn en í myndbandi sem hann birti á TikTok segir hann fólki að hætta að sofa nakið. Ástæðan kemur eflaust flestum á óvart en Anthony segir að það sé óhreinlegt að sofa án klæða. Hann heldur því fram að meðal manneskjur prumpi 15-25 sinnum á dag og þess vegna eigi fólk ávallt að klæðast að minnsta kosti nærbuxum þegar það fer að sofa.

„Þú getur líka prumpað þegar þú ert sofandi. Í rannsókn sem var gerð var það sannað að í hvert skipti sem þú leysir vind þá kemur út pínku magn af saur,“ segir Anthony í myndbandinu. „Í sömu rannsókn kom fram að nærbuxurnar grípi þessar agnir, svo vinsamlegast sofið í nærfötum, fyrir þá sem sofa með ykkur.“

Myndbandið hefur vakið gífurlega athygli en það hefur fengið milljónir áhorfa og miklar umræður hafa myndast í athugasemdunum við það. „Ég og eiginmaður minn munum bara halda áfram að kúka á hvort annað,“ segir í einni athugasemdinni. „Þú ert ekki að fara að breyta mér,“ segir í annarri athugasemd.

Nokkrar konur benda þá á að læknarnir þeirra hafi sagt þeim að sofa naktar og að það hjálpi heilsu þeirra þegar kemur að kynfærunum. Anthony bregst við því og segir að ef læknarnir þeirra segi þeim að sofa naktar þá ættu þær að gera það. „En strákar – klæðið ykkur í nærbuxurnar áður en þið farið að sofa.“

@tonyyounmdWhy you should never sleep without underpants! ##learnontiktok ##tiktokpartner ##sleep ##shart ##fart♬ Pumpkins – Clutch

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóra fór á skeljarnar á sýningu – „Við vissum ekkert, hann vissi ekkert, áhorfendur vissu ekkert“

Dóra fór á skeljarnar á sýningu – „Við vissum ekkert, hann vissi ekkert, áhorfendur vissu ekkert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus ætlar að nefbrjóta mann á laugardaginn – Gerði 650 þúsund króna veðmál

Hafþór Júlíus ætlar að nefbrjóta mann á laugardaginn – Gerði 650 þúsund króna veðmál
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Skúla og Grímu kom í heiminn í gær – „15 full­komnar merkur“

Sonur Skúla og Grímu kom í heiminn í gær – „15 full­komnar merkur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona Schumachers brotnar niður í viðtali – „Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi“

Eiginkona Schumachers brotnar niður í viðtali – „Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fjögur tonn af landreknu rusli

Fjögur tonn af landreknu rusli
Fókus
Fyrir 5 dögum

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndband – Áhrifavaldamóðir lét grátandi son sinn stilla sér upp fyrir mynd

Myndband – Áhrifavaldamóðir lét grátandi son sinn stilla sér upp fyrir mynd
Fókus
Fyrir 5 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala