fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fókus

Sjálftitlaður „alpha karlmaður“ útskýrir hvers vegna konur eru einhleypar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 10. september 2021 11:30

Samsett mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið hafður að háði og spotti eftir að hann birti myndband á TikTok þar sem hann útskýrði „hvers vegna konur eru einhleypar.“ Svarið að hans sögn: Femínismi.

Hann sagði að sjálfstæðar og sterkar konur sem eru fallegar en einhleypar, séu einhleypar sökum femínisma. Myndbandið vakti mikla athygli en örugglega ekki af þeirri ástæðu sem maðurinn ætlaði sér.

„Af hverju eru fallegar konur, slæmar tíkur (e. bad bitches), einhleypar í dag? Það er einfalt, femínismi. Femínismi kennir þér að þú ert drottning, þú ert guðsgjöf, þú ert verðlaunagripur. Nei þú ert það fokking ekki. Alls ekki,“ segir hann.

„Þú ert ekki drottning. Þú munt aldrei verða drottningin mín, því þú ert ekki mamma mín. Þú elskar mig ekki skilyrðislaust. Það eru skilyrði fyrir ást þinni.“

Maðurinn segir að hann sé leiðtogi og ætlast til að það sé hlustað á hann því hann kaupir skó handa meintri kærustu.

„Og vandamálið er, ég er karlmaðurinn. Ég er leiðtoginn. Ég er „eitraði fávitinn“, því þegar við förum eitthvert þá ætlastu til þess að ég sjái um þig er það ekki? Þegar við förum eitthvert þá borga ég og þú ert góð. Við förum í búðina og ég kaupi handa þér skó. En þegar ég segi þér að gera eitthvað, gerðu það. Það er vandamálið, ekki ætlast til þess að ég elti þig og grátbiðji. Ég er ekki undirgefinn. Ég er ríkjandi (e. dominant).“

Hann segir að konur séu vandamálið.

„Og það sem gerist er: „Ég vil ekki vera með honum. Hann er eitraður, hann er vondur.“ Vinkonur þínar segja að hann sé slæmur gaur. Vertu þá með „góða gaurnum“ sem þú átt eftir að enda með að halda framhjá eða fara frá því hann er veikgeðja. Hann vekur ekki upp tilfinningar hjá þér. Það er vandamálið. Þú ert vandamálið. Þú lifir í blekkingu.“

Myndbandið fór á dreifingum um Twitter. „Þetta er ógeðslega ógnvekjandi,“ skrifaði kona með myndbandinu sem hefur fengið yfir sjö milljón áhorf. Þú getur horft á það hér að neðan.

Eins og fyrr segir vakti myndband hans mikla athygli en ekki því fólk var svo sammála honum. Hann var hafður að háði og spotti af netverjum.

Hér eru fleiri skjáskot sem Bored Panda tók saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ef kærastinn neitar að gera þetta í svefnherberginu, hættu með honum“

„Ef kærastinn neitar að gera þetta í svefnherberginu, hættu með honum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Riley Reid um ástæðuna fyrir því að hún hætti í klámi

Riley Reid um ástæðuna fyrir því að hún hætti í klámi