fbpx
Mánudagur 20.september 2021
Fókus

Augnablikið þegar kærasta tengdaföðursins eyðileggur athöfnina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 1. september 2021 10:58

Mynd/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til eru nokkrar óskrifaðar reglur um brúðkaup. Sú frægasta er sú að klæðast ekki hvítu ef þú ert ekki brúðurin, hvað þá hvítum síðkjól.

Önnur regla varðar eiginlega bara almenna skynsemi en virðist þó vefjast fyrir einhverjum. Það er að ganga ekki í veg fyrir brúðhjónin er þau ganga upp að altarinu.

Kærasta tengdaföðursins klæddist ljósum síðkjól. Mynd/Reddit

Ein brúður deildi myndbandi úr brúðkaupi sínu á Reddit. Þar má sjá konu, í hvítum kjól, ganga í veg fyrri brúðguman og  trufla innkomu hans í athöfnina. Umrædd kona er stjúpmóðir brúðgumans.

„Kærasta tengdapabba míns eyðilagði athöfnina með því að vera fyrir eiginmanni mínum á meðan hann gekk upp að altarinu. Hún hunsaði okkur svo alla helgina,“ skrifaði brúðurin með myndbandinu.

Hún truflaði stóra augnablikið þegar brúðguminn gengur að altarinu.

Í myndbandinu sést konan ganga fyrir brúðgumann og smeygja sér framhjá honum. Brúðgumanum virðist ekki vera brugðið yfir hegðun hennar en verður nokkuð pirraður. Hann tautar: „Jesús Kristur“ og ranghvolfir augunum. Ekki nóg með það þá er hún í mjög ljósum síðkjól.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli undanfarinn sólarhring. „Hún var bara sjálfri sér til skammar. Ekki leyfa henni að eyðileggja daginn ykkar, hún var bara að reyna að láta hann snúast um sig. Sjálfhverft fólk vill vera í sviðsljósinu sama hvað,“ skrifaði einn netverji.

Brúðguminn ranghvolfdi augunum en virtist ekki vera hissa á hegðun konunnar. Mynd/Reddit

„Vá, brúðkaupið er utandyra þannig hún hefði augljóslega getað farið hinum megin frekar en niður altarið. Hún vildi vera fyrir, hversu ömurleg,“ skrifaði annar.

„Ég er í kasti yfir svipbrigðum hans. Það er eins og hann sé ekki einu sinni hissa,“ skrifaði sá þriðji. Þú getur horft á myndbandið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndirnar: Sýnir hvernig líkaminn sinn lítur raunverulega út

Sjáðu myndirnar: Sýnir hvernig líkaminn sinn lítur raunverulega út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndband sem sýnir hvernig á að nota örbylgjuofn „rétt“ gerir allt vitlaust

Myndband sem sýnir hvernig á að nota örbylgjuofn „rétt“ gerir allt vitlaust
Fókus
Fyrir 5 dögum

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var þetta Kanye West með Kim í gær? Þetta er sannleikurinn

Var þetta Kanye West með Kim í gær? Þetta er sannleikurinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldan stækkar hjá Frikka Dór og Lísu

Fjölskyldan stækkar hjá Frikka Dór og Lísu