fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Falleg saga frá Miðjarðarhafinu: Kolbeinn fann ljúfsárar tilfinningar streyma um sig þegar hann fann gamalt kókglas

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 13:00

Kolbeinn Marteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórinn Kolbeinn Marteinsson dvelur nú í fríi sínu í húsi við Miðjarðarhafið ásamt fjölskyldu sinni. Það kemur fram í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Þar segir hann frá atviki sem fékk hann til að finna fyrir ljúfsárum tilfinningum. Það sem fékk hann til að upplifa þær var gamalt kókglas.

Kolbeinn greinir frá því að nú séu færri börn með í för en vanalega. Einungis yngsta barnið er með í þessu ferðalagi, en þau eldri séu farin að ferðast á eigin vegum.

„Þetta er óhjákvæmilegur lífsins gangur, öll eldumst við og því miður virðast börnin manns eldast hraðast af öllu.“ Segir Kolbeinn og tekur fram að síðast hafi þau dvalið í húsinu fyrir níu árum síðan, eða árið 2012.

Einn daginn vaknaði Kolbeinn snemma og ætlaði að fá sér sódavatn. Hann tók sérstaklega eftir glasinu sem hann notaði, sem var merkt Coca Cola.

„Eftir að hafa drukkið rótsterkt morgunkaffið í steikjandi sól, sótti ég mér glas fyrir sódavatn. Glasið var hnausþykkt kókglerglas í laginu eins og kókflaska. Þegar ég svo skoðaði það betur mátti sjá upphleypta áletrun á glasinu, Euro 2012.“

Hann segir að glasið hafi vakið upp minningar frá fríi fjölskyldunnar þegar þau dvöldu síðast í þessu húsi. „Þá var Evrópukeppnin í fótbolta í hámarki og við horfðum á leikina í beinni útsendingu á gamla kirkjutorginu og borðuðum ís. Börnin okkar þrjú hlaupandi um hlæjandi glöð. Glasið höfðum við fengið á ónefndum veitingastað og skilið eftir í húsinu þetta sama sumar.“

Kolbeinn upplifiði ljúfsárar tilfinningar þegar hann horfði á glasið. Hann segir að glasið hafi fengið hann til að átta sig á því hvað tíminn líður hratt.

„Horfandi á þetta glas fann ég streyma um mig ljúfsárar tilfinningar sem einkenndust af söknuði í bland við þakklæti og gleði. Söknuði eftir þessum litlu stelpum sem í dag eru fullvaxta konur og eru hættar að ferðast með okkur. Vitneskju um að innan skamms verður því eins farið með yngsta barnið. Kókglas barmafullt af fallegum minningum um tíma sem aldrei kemur aftur. Eftir að hafa teygað síðasta sopann áttar maður sig svo á því að mikið svakalega geta níu ár liðið hratt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki