fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

13 ára vann brons á Ólympíuleikunum – Heppin að vera á lífi eftir alvarlegt slys í fyrra

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky Brown varð 13 ára fyrir tæpum mánuði síðan og í morgun vann hún til bronsverðlauna í hjólabretti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Sky keppir fyrir hönd Bretlands en faðir hennar er þaðan og móðir hennar frá Japan.

Sky er ekki með þjálfara heldur hefur hún lært hjólabrettalistina í gegnum YouTube en leið hennar á Ólympíuleikana hefur verið þyrnum stráð.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sky Brown (@skybrown)

Faðir Sky var mikið á hjólabretti á sínum yngri árum en var ekki alltof mikill aðdáandi þess að dóttirin fetaði í fótspor hans. Í garðinum þeirra hafði hann byggt hjólabrettapall fyrir sig og byrjaði Sky að renna sér á honum þegar hún var aðeins þriggja ára gömul.

Þegar hún var 10 ára gömul varð hún að yngsta atvinnuhjólbrettakappa sögunnar en hún fór að keppa á mótum þegar hún var aðeins átta ára gömul.

Í fyrra lenti Sky í alvarlegu slysi þegar hún datt af bretti sínu og braut á sér höfuðkúpuna, hendina og úlnliðinn. Að sögn föður hennar var hún heppinn að vera á lífi eftir slysið. Hún gafst þó ekki upp og var staðráðin í því að komast á leikana. Henni tókst það að sjálfsögðu og nældi sér í bronsið.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sky Brown (@skybrown)

Sky er ekki einungis sigursæl í hjólabrettaheiminum þar sem hún hefur einnig unnið raunveruleikaþáttinn Dancing with the Stars: Junior. Hún keppti í honum árið 2018 og sigraði ásamt dansaranum JT Church.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“