fbpx
Þriðjudagur 18.janúar 2022
Fókus

Drama, grátur og stjörnutaktar í stiklu fyrir Æði 3 – „Skál fyrir okkur og celebrity lifestyle“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 11:33

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj snúa aftur á sjónvarpskjáinn í september. Þriðja þáttaröð af Æði kemur út 9. september á Stöð 2.

Stikla fyrir þættina kom út í gær og er óhætt að segja að það verður nóg af drama og tilheyrandi. Í stiklunni sjáum við Binna Glee gráta, Bassa Maraj öskra og Patrek Jaime láta vini sína heyra það og opna sig um kvíða.

Drengirnir bjóða öðrum þekktum áhrifavöldum í matarboð, meðal annars Nadíu Sif og Láru Clausen, og skála fyrir því að vera fræg. „Skál fyrir okkur og celebrity lifestyle,“ segir Patrekur.

Horfðu á stikluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt