fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fókus

Saga vaknaði í fangaklefa eftir að hafa verið byrlað ólyfjan – „Þarna var brotið á mér“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Nazari er 22 ára en hún ólst upp við mikið ofbeldi. Móðir hennar eignaðist hana aðeins 17 ára með fyrstu ástinni sinni en hann er mun eldri og strangtrúaður múslimi. Saga bjó ásamt foreldrum sínum í Noregi fyrstu ár ævi sinnar og flökkuðu þær mæðgur á milli kvennaathvarfa á flótta undan ofbeldi föður Sögu.

Ofbeldið sem Saga horfði upp á og afleiðingarnar hafa haft mikil áhrif á líf hennar. Saga þróaði með sér fíknisjúkdóm en hefur verið án hugbreytandi efna í tæp fjögur ár. Neyslusaga Sögu hófst þegar hún var aðeins 13 ára gömul.

„Ég var með fjölskyldunni á gjörgæslunni þar sem átta ára gömul frænka mín var tekin úr sambandi og dó. Það var mikið áfall að sjá hana skipta um lit og breytast þegar hún var dáin,“ segir Saga um undanfara þess að hún drakk í fyrsta skipti.

Hún segir frá huglægu þráhyggjunni sem kom í raun strax án þess að nokkur gerði sér grein fyrir og varð neyslan stjórnlaus frá fyrsta degi, ef svo má að orði komast.

Áföll í lífi Sögu eru ótal mörg og var hún á flótta undan tilfinningum sínum og notaði hún hugbreytandi efni daglega í mörg ár. Hún segir frá atviki í lífi sínu frá því hún var unglingur og einu af því skiptum sem henni var byrlað ólyfjan.

„Ég rankaði við mér í fangaklefa, vissi ekki neitt og mundi ekkert,“ segir hún en einangrun í þessum klefa hafði mikil áhrif á hana. Hún reyndi að enda líf sitt en þar sem hún var undir lögaldri á þessum tíma var réttur hennar ekki virtur.

„Ég er ekki að tala illa um lögregluna almennt en þarna var brotið á mér,“ segir Saga. Hún reyndi að vera venjuleg og gera hluti sem venjulegt fólk gerir en henni fannst hún ekki passa inn.

Aðeins 19 ára gömul var Saga komin á götuna, hún er móður sinni afar þakklát í dag fyrir að hafa tekið þá erfiðu ákvörðun að vísa henni út því það varð til þess að Saga þurfti að horfast fyrr í augu við sjúkdóminn sem hún berst við, fíknisjúkdóm.

Saga Nazari er mögnuð ung kona sem er opin, einlæg og segir söguna sína á hjartnæman og skemmtilegan hátt.

Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Strippstjarna YouTube leggur hælana á hilluna – Þetta er ástæðan

Strippstjarna YouTube leggur hælana á hilluna – Þetta er ástæðan
Fókus
Í gær

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristlín Dís hefndi sín á fyrrverandi elskhuga – „Ég var nefnilega alls ekki ólétt“

Kristlín Dís hefndi sín á fyrrverandi elskhuga – „Ég var nefnilega alls ekki ólétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt merki Háskóla Íslands vekur furðu og úlfúð – „Þetta er hræðilegt… langar að fara að gráta“ 

Nýtt merki Háskóla Íslands vekur furðu og úlfúð – „Þetta er hræðilegt… langar að fara að gráta“