fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fókus

Eiður valdi bikiní á Manuelu – Sjáðu það hér

Fókus
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin og athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir nýtur nú lífsins með ástinni sinni, kvikmyndaframleiðandanum Eið Birgissyni, í sólinni á Tenerife. Til að fylgjendur hennar sem fastir eru hér í grámyglunni á Íslandi geti notið sólarinnar með þeim skötuhjúum hefur Manuela verið dugleg að deila myndum og myndskeiðum frá ferðalaginu í gegnum Instagram.

Athygli vakti fallegt bikiní sem Manuela klæddist í dag og fékk hún spurningar úr sal um hvaðan téðar flíkur kæmu.

Kom þá á daginn að Manuela hefur ekki hugmynd um upprunan, en Eiður valdi það og keypti í gegnum ónefnda netverslun og hefur ekki deilt með konu sinni hver sú verslun er.

Manuela stendur nú í ströngu við að ná sér í lit í sólinni og kallar sjálfa sig því Tanuelu. Henni hefur þó samkvæmt Instagram-hringrás hennar tekist að brenna aðeins, þrátt fyrir að nota sólarvörn með styrknum 50.

Blaðamanni DV hefur ekki tekist að brenna þetta sumarið á Íslandi þrátt fyrir að nota aðeins sólarvörn með styrknum 0, eða það semí daglegu tali kallast dagkrem. En það er víst ekki fallegt að vera öfundsjúkur svo Fókus sendir ástfangna parinu sólarkveðju til Tene.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Besta augnablik sjónvarpssögunnar“ vekur athygli á ný – Össur hvumsa þegar Kári hunsaði hann

„Besta augnablik sjónvarpssögunnar“ vekur athygli á ný – Össur hvumsa þegar Kári hunsaði hann
Fókus
Í gær

„Hahahahahaha“ – Vandlæting breyttist í hlátur eftir að Vigdís gerði gömlum skólabróður grikk

„Hahahahahaha“ – Vandlæting breyttist í hlátur eftir að Vigdís gerði gömlum skólabróður grikk
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eldhús í Vesturbænum vekur athygli áhrifavalda: „Þetta er eins og skurðstofa“

Eldhús í Vesturbænum vekur athygli áhrifavalda: „Þetta er eins og skurðstofa“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu oddvita flokkanna eins og þú hefur aldrei séð þá áður – Birna Ben og Kiddi Jak

Sjáðu oddvita flokkanna eins og þú hefur aldrei séð þá áður – Birna Ben og Kiddi Jak