fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fókus

Piers með enn eina árásina á hertogahjónin – „Huglausu merðirnir ykkar“

Fókus
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan hefur ekki farið í launkofa með óbeit sína á hertogaynjunni Meghan Markle og eiginmanni hennar Harry Bretaprins og hefur nýtt hvert færi á að koma höggi á hjónin síðan þau sögðu skilið við konunglegar skyldur sínar í ársbyrjun 2020.

Fjölmiðlar hið ytra greindu frá því í gær að hertogahjónin hafi íhugað að nafngreina meintan rasista innan konungsfjölskyldunnar þegar þau stigu fram í umdeildu viðtali hjá spjallþáttadrottningunni Opruh, en því er haldið fram í bókinni Finding Freedom sem fjallar um hertogahjónin. Rétt er að taka það fram að umrædd bók var skrifuð í óþökk hjónanna og hafa þau þvertekið fyrir að hafa haft nokkuð með hana að gera.

„Jæja þá, huglausu merðirnir ykkar – nefnið þennan meinta konunglega rasista og leyfið þeim að sara fyrir sig. Ellegar eruð þið bara áfram að kasta rýrð á alla fjölskylduna,“ skrifar Piers á Twitter.

Netverjar virðast þó nokkrir vera komnir með nóg af árásum Piers á hjónin. Einn skrifar:

„Gaur, er ekkert annað í gangi í lífinu þínu sem þú getur einbeitt þér að? Láttu þetta fólk vera. Fyrir utan það að þú ert ekki einu sinni meðlimur í fjölskyldunni“

„Hættu að afsaka rasisma og fordóma. Í þessari fjölskyldu, sem auðgaðist á aldarlöngu þrælahaldi, nýlendustefnu og hafði áhyggjur af því hversu dökkt ófæddur svartur fjölskyldumeðlimur gæti orðið, gætu mjög líklega leynst raistar,“ skrifaði annar.

Talið er að andúð Piers á hertogahjónunum, einkum á Meghan, megi rekja til þess að Meghan hafi fengið sér nokkra drykki með Piers á knæpu nokkurri áður en hún trúlofaðist Harry. Þar hafi þeim komið mjög vel saman. Sama kvöld hafi hún svo hitt Harry. Síðan hafi Meghan aldrei haft samband við Piers aftur og tók hann það óstinnt upp.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ef kærastinn neitar að gera þetta í svefnherberginu, hættu með honum“

„Ef kærastinn neitar að gera þetta í svefnherberginu, hættu með honum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Riley Reid um ástæðuna fyrir því að hún hætti í klámi

Riley Reid um ástæðuna fyrir því að hún hætti í klámi