fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Hélt að hann heyrði í innbrotsþjófi – „Það sem ég uppgötvaði var verra“

Fókus
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 22:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framhjáhöld komast upp með ýmsum leiðum. Eins og þegar kaffibolli kom upp um framhjáhald bandarísks manns eða þegar stefnumóta- og sambandssérfræðingurinn Nadia Essex komst að framhjáhaldi kærastans í gegnum snjallúrið hans.

Karlmaður, sem skrifar bréf til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, segir frá því hvernig hann komst að því að eiginkona hans væri honum ótrú.

„Ég heyrði einhver hljóð um miðja nótt og hafði áhyggjur af því að þetta væri innbrotsþjófur að skoða húsið okkar. En þegar ég skoðaði upptökur úr öryggismyndavélinni þá uppgötvaði ég eitthvað verra,“ segir maðurinn.

Maðurinn sá eiginkonu sína kyssa nágranna þeirra. „Mér leið eins og einhver hefði stungið mig í hjartastað,“ segir hann.

„Mér tókst að róa mig niður og talaði við eiginkonu mína. Frekar en að biðja mig afsökunar og grátbiðja um fyrirgefningu, sem ég bjóst við, þá sagðist hún vera ástfangin af nágrannanum og vill fara frá mér.“

Maðurinn segir að konan hefði gengist við því að hafa verið ölvuð þetta kvöld en þetta var hins vegar ekki fyrsta kvöldið sem þau voru saman.

„Það kom í ljós að þau hefðu verið að hittast í nokkra mánuði. Hann er líka giftur og ég hélt að við værum öll bara góðir vinir.“

Maðurinn segir að eiginkona hans hefði sett alla sök á hann og sagt að hann væri ekki maðurinn sem hún giftist. „Ég er svo ringlaður. Fyrir þetta hélt ég að samband okkar væri gott. Við höfum verið gift í sjö ár og saman í tíu ár. Eiginkona nágrannans er líka niðurbrotin en þau eiga tvö börn saman. Ég er svo týndur, ég hvorki borða né sef. Ég held að hjartað mitt sé brotið og ég veit ekki hvernig ég á að halda áfram.“

Deidre gefur manninum ráð. „Þetta er alls ekki þín sök. Fáðu stuðning frá fjölskyldu og vinum. Reyndu að tala við hana og spurðu hvort það sé einhver leið fyrir ykkur að bjarga sambandinu. Það gæti hjálpað að fara í sambandsráðgjöf,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar