fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fókus

Megan Fox rís úr öskunni – „Ég fór heim og lífið mitt tók stakkaskiptum“

Fókus
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er svolítið eins og að vera fuglinn fönix, eins og að rísa úr öskunni,“ segir leikkonan Megan Fox í einlægu viðtali við InStyle og vísar til þess að hún hefur ákveðið að stíga út úr einangrun sinni, en hún hörfaði inn í sinn eigin litla þægindaramma eftir óvæga opinbera umfjöllun. Hún segir að hún hafi verið gagnrýnd fyrir að vera kynþokkafull kona, fyrir að vera móðir og fyrir að eiga í sambandi við „yngri mann“ og tengir hún þá gagnrýni við feðraveldið.

„Ég var dregin út, grýtt og myrt á einum punkti,“ segir hún með vísan til síðustu tíu ára lífs hennar. „Síðan skyndilega eru menn farnir að segja „Bíðum nú hæg, við hefðum ekki átt að gera þetta. Við skulum sækja hana aftur“.“

Látin gjalda galið verð

Megan segir að hún hafi verið útilokuð í Hollywood eftir að hún ákvað að gagnrýna það hvernig konur voru kyngerðar í kvikmyndabransanum.

Árið 2009 í viðtali gagnrýndi hún framleiðanda Transformers kvikmyndanna, Michael Bay, fyrir að hafa kyngert hana þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul og starfaði sem aukaleikari í hasarmyndinni Bad Boys II.  Eftir viðtalið var hún útilokuð frá þriðju Transformers myndinni.

„Ég þurfti að brynja upp svo mikið innra með mér og ég þurfti að vera svo hörð af mér til að vinna úr þessu galna verði sem ég var látin gjalda fyrir það sem ég taldi vera rétt.“

Eftir 2010 hefur ekki mikið farið fyrir ferli Megan. Hún komst helst í fjölmiðla er hún giftist fyrrverandi eiginmanni sínum, Briand Austin Green og fyrir börnin þrjú sem hún átti með honum.

En í fyrra bárust fréttir af því að hjónabandi hennar væri lokið og skyndilega höfðu fjölmiðlar aftur áhuga á lífi Megan og hvað væri næst hjá henni eftir MeToo byltinguna.

Megan og Brian Austin

Hakkavél gagnrýnenda

Hún segir að hún hafi fengið uppljómun á síðasta ári þegar hún var að taka upp kvikmyndina Rouge. „Ég tók alla kristalana mína og setti upp litla musterið mitt í herberginu mínu. Ég kveikti á risastóru sjónvarpi og Jonah Hex var í sýningu, sem lenti í hakkavél gagnrýnenda. Hún átti að hafa verið hryllileg,“ segir Megan. En kvikmyndin Jonah Hex sem Megan lék í hefur nýlega fengið uppreist æru eftir að notendur á TikTok fóru að lofa frammistöðu Megan í henni, líkt og gerðist með kvikmyndina Jennifers Body sem er í dag orðin cult-mynd.

„Ég hafði ekki einu sinni horft á hana því hinir leikararnir sögðu mér að gera það ekki. Ég meina ég var krossfest fyrir þessa mynd, bara tekin af lífi af gagnrýnendum. En þarna gerðist eitthvað fyrir mig og ég hugsaði: Til fjandans með þetta, ég ætla að vera hugrökk og horfa.“

Megan horfði svo á myndina og gerði sér grein fyrir að gagnrýnin átti ekki að fullu rétt á sér og var afleiða menningar sem hafði einbeittan vilja til að fjalla um mistök hennar. Helsta gagnrýnin var á suðureyskan hreim hennar í myndinni – hann þótti ekki nógu góður. Megan átti bágt með að skilja þá gagnrýni þar sem hún kemur frá suðurríkjum Bandaríkjanna.

„Ég fékk þessa svakalegu uppljómun og gerði mér grein fyrir því að ég hafði lifað í sjálfskipaðri útlegð í svo langan tíma því ég hafði leyft öðrum að segja mér hver ég var og hver ég var ekki. Ég faldi mig því ég var sár.“

„Þessa nótt vakti ég og lofaði sjálfri mér að ég myndi ekki lifa einn einasta dag í viðbót í ótta. Ég fór heim og lífið mitt tók stakkaskiptum. Ég skildi og ég fór að vinna meira og gera meira. Ég endaði með því að kynnast Colson og eftir það var ekki aftur snúið.“

Megan í kvikmyndinni Jennyfer’s Body sem nú er orðin svokölluð Költ-mynd

Viltu tala um feðraveldið?

En Megan er í sambandi við tónlistarmanninn Colson Baker, betur þekktur sem Machine Gun Kelly.

„Það er svo mikil dómharka,“ segir Megan og bendir að fólk sé stöðugt að spyrja hana hvar börnin hennar séu þegar hún sést opinberlega. „Er pabbi þeirra spurður af því sama þegar hann fer út?,“ spyr hún. „Nei, því þú reiknar ekki með því að feður séu alltaf með börnunum sínum, en ég á helst aldrei að sjást úti og vera bara heima með börnunum. Þau eiga annað foreldri. Ég verð að fara út og stundum vil ég ekki að teknar séu af þeim myndir svo ég tek þau ekki með mér. Þetta síðasta ár þá hefur það komið mér á óvart hversu gamaldags hugsunargangurinn er ennþá.“

Megan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir aldursmuninn á henni og Colson, en hann er fjórum árum yngri og á sjálfur börn. Aldrei er hann þó spurður hvar börnin hans séu þegar hann sést á almannafæri. „Viltu tala um feðraveldið? Sú staðreynd að hann er fjórum árum yngri en ég og fólk vill gera sér mat úr því að ég sé í sambandi við yngri mann. Hann er 31 árs og ég er 35 ára. Reyndar hefur hann hegðað sér eins og hann sé 19 ára allt sitt líf, en hann er ekki 19. Enginn myndi blikka ef George Clooney væri í sambandi við einhvern sem væri fjórum árum yngri. Fjögur ár? Fokkið ykkur. Við hefðum verið á sama tíma í framhaldsskóla. Það er fáránlegt að það sé komið svona fram við konur.“

Megan er spennt fyrir framhaldinu og vonast til að heimurinn hafi breyst frá því sem áður var og hún geti núna verið metin að verðleikum sem leikkona en ekki bara sem kyntákn.

„Ef ykkur hefur ekki tekist að drepa mig núna, þá eruð þið aldrei að fara að drepa mig,“ sagði hún að endingu.

Megan í myndinni Jonah Hex
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian höfð að háði og spotti

Kim Kardashian höfð að háði og spotti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nú steinhættir þú að fara í sturtu á hverjum degi

Nú steinhættir þú að fara í sturtu á hverjum degi