fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Kristín um ástæðuna fyrir sögulegu brottfalli stúlkna úr skautum – „Hreinlega hefur verið um ofbeldi að ræða“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 09:30

Kristín Ómarsdóttir. Mynd/Hallur Karlsson (notuð með leyfi Birtings).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Ómarsdóttir hefur stundað skautaíþróttir í rúmlega tuttugu ár. Hún hefur bæði æft skauta og þjálfað aðra og stofnaði nýverið eigið skautafélag ásamt tveimur öðrum konum. Hún er í nýjasta forsíðuviðtali Vikunnar.

Kristín vill ekki þjálfa eftir gömlum siðum íþróttarinnar, sem hún segir oft á tíðum vera hreint ofbeldi. Það sé of mikil áhersla lögð á útlitslega þætti og keppnir. Hún segir ofbeldi og einelti vera algengt og oft falið í íþróttum. „Þetta er ofboðslega sorglegt, ég held líka að á mörgum sviðum íþróttanna séum við búin að gleyma af hverju við bjóðum upp á íþróttastarf fyrir börn og unglinga,“ segir hún í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Sögulegt brottfall

Kristín ræðir um stöðu skautaíþróttarinnar og segir að nú hefur verið sögulegt brottfall stúlkna í íþróttinni. Hún telur ástæðuna vera vegna rangra áherslna í íþróttinni.

„Út af útlitspælingum og mikilli og rangri áherslu á keppnir, það er of langt gengið í líkamlegri þjálfun barna og andlega hliðin gleymist, bæði erlendis og hér, þar sem hreinlega hefur verið um ofbeldi að ræða. Við þurfum að staldra við og spyrja af hverju við bjóðum upp á hreyfingu og íþróttir fyrir börn og unglinga. Það er ekkert að því að vera með keppnis- eða afreksstarf en það þarf að vera að frumkvæði einstaklinganna sem stunda íþróttina, ekki einhliða ákvörðun þjálfara,“ segir hún.

Kristín segist hafa verið þjálfuð á rangan hátt þegar hún var að æfa listskauta. „[Ég] lenti í mikilli ofþjálfun og varð að hætta sökum heilsubrests, ég fékk átröskun. En það vantaði upp á þekkingu þjálfara þarna,“ segir hún.

Kristín segir að það gleymist oft af hverju við bjóðum upp á íþróttastarf fyrir börn og unglinga. Hún bendir á að það sé ekki nema um eitt prósent barna sem verður framúrskarandi í íþróttum. „[Íþróttir] eru fyrst og fremst forvarnarstarf og tómstundir. Við eigum að kenna börnum og unglingum að hreyfa sig og hafa gaman af því og þannig aukum við líkurnar á að þau hreyfi sig alla tíð,“ segir hún.

Þjálfari að klípa 8 ára stelpu

Það hefur ekki verið leikur einn að stofna nýtt skautafélag. „Leiðin er ekki greið og það reynist mjög erfitt að fá félagið samþykkt í Reykjavík þrátt fyrir skýr markmið, góða félagsþátttöku og mikla eftirspurn. En við erum ákveðnar og vitum fyrir hvað við stöndum. Í gegnum árin hefur ofbeldi af ýmsum toga innan skautaíþróttinnar verið hunsuð, oft verið starfandi þjálfarar frá löndum þar sem þykir sjálfsagt að beita ofbeldisfullum kennsluaðferðum eins og refsingum eða niðurlægingum,“ segir Kristín og heldur áfram.

„Ég átti eitt sinn samtal við átta ára stelpu sem var í þremur peysum og spurði hvort henni væri ekki heitt og hún svaraði: „Nei, ég finn svo miklu minna fyrir því þegar þjálfarinn klípur mig ef ég er í þremur peysum.“ Við viljum hafa öðruvísi þjálfunaraðferðir í okkar félagi og þar eru allir velkomnir. Ofbeldi í íþróttum er falið og það má voða lítið tala um það, því miður. En MeToo hefur sem betur fer opnað aðeins á umræðu um þetta,“ segir hún.

Þú getur lesið viðtalið við Kristínu í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“