fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Fókus

Stjörnulögmaður gagnrýnir áhrifavalda og saknar áhrifa Þorgríms Þráins

Fókus
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti lögmaður, Sævar Þór Jónsson, er ekki fyllilega sáttur við þann boðskap sem hann telur að áhrifavaldar í hópnum LXS-dívurnar breiði út, sérstaklega hvað varðar áherslu á áfengisdrykkju.

Sævar deilir frétt DV þar sem greint var frá hressilegu borðspili sem LXS-dívurnar hafa hannað, en segja má að drykkjuleikur sé sé ásamt öðru fólginn í spilinu.

Sjá einnig: Þetta ætla LXS-dívurnar að gera um verslunarmannahelgina

Í fréttinni sagði frá því að þær Birgitta Líf Björnsdóttir, Sunneva Einarsdóttir, Kristín Pétursdóttir og Hildur Hauksdóttir hefðu komið saman til að skipuleggja verslunarmannahelgina. Höfðu þær útbúið borðspil sem virðist henta vel fyrir djammið. Í fréttinni segir: „Áskoranir þessar eru ansi fjölbreyttar. Margar snúast um áfengisdrykkju og því mæti tala um leikinn sem drykkjuleik. Til að mynda heitir einn reiturinn „Everyone drinks“ og þá þurfa eflaust allir leikmenn að drekka. Annar reitur heitir „Flip a coin“, þar er krónu kastað upp, lendi hún á skjaldarmerkinu tekur keppandi eitt skot, lendi hún á fisknum tekur hann tvö skot. Svo er það „body shot“ sem snýst eflaust um að einn leikmaður tekur skot úr nafla annars leikmanns.“

„Sakna smá Þorgríms Þráinssonar“

Rétt er að taka fram að pistill Sævars Þórs um málið er í léttum dúr. En hann telur áherslu áhrifavaldanna á áfengisdrykkju ekki vera til fyrirmyndar og hann saknar heilbrigðra áhrifa sem Þorgrímur Þráinsson breiddi út fyrr á árum í fyrirlestrum og unglingabókum þar sem áherslan var á heilbrigðan lífsstíl, reyklausan og áfengislausan.

Sævar segir:

„Þetta er gaman. Án þess að hljóma eins og úrillur miðaldra karl þá finnst mér umfjöllun um svokallaða áhrifavalda ganga út á eitthvað glamúrlíf sem snýst um að lifa lífinu, hvað sem það þýðir. Eitt er víst að neysla áfengis virðist vera algjörlega ómissandi í þessu öllu og eins og það sé aðalmálið að drekka. Velti fyrir mér hvaða fyrirmyndir þetta eru fyrir yngra fólkið og hvaða skilaboð er verið að senda út. Hvað hafa þessir áhrifavaldar gert í reynd eða áorkað sem veldur því að svona mikið mark er takandi á þeim og þeir svona góðar fyrirmyndir fyrir yngri kynslóðina? Sakna smá Þorgríms Þráinssonar sem talaði gegn reykingum og óhollustu og skrifaði bækur um unglinga sem stunduðu íþróttir. Þar var þó reynt að skapa ímynd sem gekk út á afrek og heilbrigðan lífstíl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður
Fókus
Í gær

Tók ekki við verðlaununum því hún var upptekin við að stunda kynlíf

Tók ekki við verðlaununum því hún var upptekin við að stunda kynlíf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Morðið kom upp um framhjáhald prestsins – Morðinginn hélt hjartnæma ræðu í jarðarförinni

Sakamál: Morðið kom upp um framhjáhald prestsins – Morðinginn hélt hjartnæma ræðu í jarðarförinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur