fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Fókus

Sjáðu nýtt myndband frá Reykjavíkurdætrum – Bannað börnum vegna nektar

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 13:28

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurdætur, eða Daughters of Reykjavik eins og þær kallast í dag, gáfu nýverið út lagið Hot Milf Summer. Í laginu rappa þær Salka Valsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Steinunn Jónsdóttir og Þura Stína Kristleifsdóttir um umrætt Hot Milf Summer. Milf er þekkt skammstöfun fyrir „Mother I’d like to fuck“, sem hægt væri að íslenska sem „móðir sem mig langar að ríða“. Þá vísar heiti lagsins í slagorð rapparans vinsæla Megan Thee Stallion, „hot girl summer“.

Myndband við lagið var birt á YouTube í dag en athygli vekur að notendur þurfa að skrá sig inn til að horfa á myndbandið. Ástæðan fyrir því er sú að myndbandið er bannað börnum á YouTube vegna nektar í því. Nektin er þó afar smávægileg, sjá má Reykjavíkurdæturnar á brjóstunum og að pumpa brjóstamjólk í brúsa.

Ljóst er að YouTube fetar í sömu fótspor og margir aðrir samfélagsmiðlar þegar kemur að viðkvæmni fyrir brjóstum á konum. Ekki er hægt að segja sömu söguna um efri búk karlmanna en YouTube bannar ekki myndbönd sem innihalda karlmenn sem berir eru að ofan.

Hér fyrir neðan má horfa á myndbandið við lagið Hot Milf Summer:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður
Fókus
Í gær

Tók ekki við verðlaununum því hún var upptekin við að stunda kynlíf

Tók ekki við verðlaununum því hún var upptekin við að stunda kynlíf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Morðið kom upp um framhjáhald prestsins – Morðinginn hélt hjartnæma ræðu í jarðarförinni

Sakamál: Morðið kom upp um framhjáhald prestsins – Morðinginn hélt hjartnæma ræðu í jarðarförinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur