fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Þetta ætla LXS-dívurnar að gera um verslunarmannahelgina

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 10:25

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

LXSdívurnar virðast ætla að skemmta sér konunglega um næstu helgi þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Líkt og flestir vita er verslunarmannahelgin að ganga í garð, en útihátíðir verða með skornum skammti vegna takmarkanna sem kynntar voru í síðustu viku. vinkonurnar ætla ekki að láta það stöðva sig, en í gær hittust þær til að skipuleggja helgina.

Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir sýndi frá þessum fundi í Instagramstory í gær. Ásamt henni voru þar Sunneva Einarsdóttir, Kristín Pétursdóttir og Hildur Hauksdóttir. Á meðal þess sem þær voru að búa til var borðspil sem virðist henta vel fyrir djammið. Borðspilið fer fram á spilaborði með mörgum reitum, en á hverjum reit er þraut eða áskorun.

Skjáskot úr Instagram-story Birgittu Lífar

Áskoranir þessar eru ansi fjölbreyttar. Margar snúast um áfengisdrykkju og því mæti tala um leikinn sem drykkjuleik. Til að mynda heitir einn reiturinn „Everyone drinks“ og þá þurfa eflaust allir leikmenn að drekka. Annar reitur heitir „Flip a coin“, þar er krónu kastað upp, lendi hún á skjaldarmerkinu tekur keppandi eitt skot, lendi hún á fisknum tekur hann tvö skot. Svo er það „body shot“ sem snýst eflaust um að einn leikmaður tekur skot úr nafla annars leikmanns.

Aðrar þrautir ganga út á prakkarastrik, grín, glens og fleira. „Prank call“-reiturinn útskýrir sig sjálfur, en þar hringir keppandi símaat. Á einum reit þarf leikmaður að gera tíu armbeygjur og á öðrum þurfa leikmenn að bjóða upp partýtrikk, eða leyndan hæfileika. Fleiri skemmtilegir reitir eru á spilaborðinu, líkt og „Love Island accent“ þar sem fólk hermir eftir fólki úr raunveruleikaþáttunum Love Island. Svo er það „Bust a rhyme“ en þar reynir á tónlistarhæfileika keppenda. Auk þess snúast nokkrir reitirnir um slúður, þar sem keppendur munu þurfa að segja hvorum öðrum sannleikann.

Líklega mun opniberun þessa leiks vera mörgum til gagns og veita fólki skemmtilegar hugmyndir um það sem á að gera um verslunarmannahelgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“