fbpx
Þriðjudagur 21.september 2021
Fókus

Bubbi gerður hornreka og biðst afsökunar á færslunni – „Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum“

Fókus
Sunnudaginn 25. júlí 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bubbi Morthens hefur fjarlægt mynd sem hann birti af sér og Hafþóri Júlíusi Björnssyni í gær og beðist afsökunar á myndbirtingunni.

Óhætt er að segja að myndin hafi vakið hörð viðbrögð þegar Bubbi birti myndina í gær. Lét hann eftirfarandi texta fylgja með á ensku, í lauslegri þýðingu blaðamanns: „Svo mikil virðing. Það eru fáir íþróttamenn sem geta skipt svona á milli íþrótta og verið svona góðir í því! En Fjallið getur það!“

Skjáskot af upphaflegu myndinni má sjá hér að neðan.

mynd/skjáskot Instagram

Myndin stóð frá því í gærkvöldi og þangað til í morgun, þegar hún var fjarlægð. Höfðu þá þúsundir ýmist líkað við myndina, eða tjáð sig undir henni.

„Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum,“ skrifar ein, og vísar þá til þess að halda átti Druslugönguna í gær, en hún var blásin af vegna samkomutakmarkana og fjölgunar í Covid-19 tilfellum. „Hvernig get ég gefið þolendum fokkjúputtann án þess að sýna puttann. Á degi Druslugöngunnar hvorki meira né minna,“ skrifaði önnur.

Aðrir bentu á fortíð Hafþórs Júlíusar, en hann hefur verið sakaður um að hafa beitt fyrrum kærustu sína ofbeldi. „Einmitt, hömpum meintum ofbeldismanni,“ skrifar ein og rifjar upp þessa sögu Hafþórs. „Frábært að hampa Þúfunni á degi druslugöngunnar,“ skrifar önnur.

Tanja Ísfjörð er ein þeirra sem hefur farið fyrir hönd samtakanna Öfga. Hún skrifar undir færslu hans Bubba: „Æi nei Bubbi.“

Skjáskot af nokkrum færslunum má sjá hér að neðan.

mynd/skjáskot Instagram
mynd/skjáskot Instagram

Sem fyrr segir hefur Bubbi fjarlægt færsluna og snéri sér á Twitter til þess að biðjast afsökunar á mistökum sínum. Færslu hans þar má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Munngælur í háloftunum – „Hver ætli verði rekinn núna fyrir að leyfa þessu að gerast?“

Munngælur í háloftunum – „Hver ætli verði rekinn núna fyrir að leyfa þessu að gerast?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóra fór á skeljarnar á sýningu – „Við vissum ekkert, hann vissi ekkert, áhorfendur vissu ekkert“

Dóra fór á skeljarnar á sýningu – „Við vissum ekkert, hann vissi ekkert, áhorfendur vissu ekkert“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eiginkona Schumachers brotnar niður í viðtali – „Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi“

Eiginkona Schumachers brotnar niður í viðtali – „Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sláandi „fyrir og eftir“ mynd söngkonu – Var við dauðans dyr

Sláandi „fyrir og eftir“ mynd söngkonu – Var við dauðans dyr