fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Fókus

Víðir er þreyttur, bugaður, fúll, pirraður og leiður

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 15:00

Víðir Reynisson - Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, er lýst sem þreyttum og buguðum í Stundinni í dag. Þar var hann í viðtali og viðurkennir sjálfur að hann sé fúll, pirraður og leiður, líkt og stór hluti landsmanna sem séu eflaust að verða þreyttir á ástandinu sem heimsfaraldurinn ber í skauti sér.

„Maður var bara að vonast til þess að maður þyrfti ekkert að vera taka þessa frasa upp aftur, það væri bara búið að pakka þeim niður og maður þyrfti ekki að nota þá aftur. Ég held að við séum alveg eins þreytt á þessu og allir aðrir.“ segir hann.

Þá er Víðir spurður út í almenningsálitið gagnvart þríeykinu, sem hann telur hafa dvínað. Hann telur það eðlilegt, þar sem að vonbrigði fólks séu mikil og tekur skýrt fram að fólk megi hafa mismunandi skoðanir og allir eigi að geta tjáð sig:

„Þeir sem eru ósáttir vilja kannski eitthvað annað en það sem við erum að leggja til. Þeir eru líka kannski háværari og fá meira pláss. En það er bara eðlilegt að fólk gagnrýni og spyrji gagnrýnna spurninga,“ segir hann og bætir við að eðlilega sé það misjafnt hvernig fólk kemur slíkri gagnrýni til skila.“

Víðir lýsir því að hann líti svo á að heimsfaraldurinn sé í langvarandi áfall fyrir samfélagið. Hann viðurkennir að hafa leitað sér hjálpar og leitað til fagaðila, en starfsmenn almannavarna hafa völ á að fá félagsstuðning.

„Við erum með félagsstuðning innan hópsins okkar og svo höfum við aðgang að sálfræðingum líka sem við nýtum okkur til að halda uppi baráttuþrekinu.“ segir Víðir.

Hægt er að lesa viðtal Stundarinnar við Víði í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian höfð að háði og spotti

Kim Kardashian höfð að háði og spotti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nú steinhættir þú að fara í sturtu á hverjum degi

Nú steinhættir þú að fara í sturtu á hverjum degi