fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Halle Berry birtir mynd af sér á brjóstunum

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 17:30

Halle Berry - Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Halle Berry hefur vakið athygli fyrir mynd sem birtist á Instagram-síðu heilsufyrirtækisins Respin en Berry stofnaði fyrirtækið. 

Berry, sem er 54 ára gömul, er ber að ofan á myndinni og knúsar sjálfa sig. Hendurnar hylja brjóst hennar og hefur því myndin ekki verið fjarlægð af Instagram, miðillinn er nefnilega, ótrúlegt en satt, enn þann dag í dag á móti geirvörtum, það er að segja ef þær eru á konu. Berry er langt frá því að vera hrædd við myndavélarnar þar sem hún er ein frægasta leikkona síðari ára auk þess sem hún var fegurðardrottning á níunda áratug síðustu aldar.

Með myndinni skrifar Berry um mikilvægi þess að hugsa vel um sjálfan sig og láta sér líða vel. „Það er virkilega mikilvægt að við tökum okkur tíma til að hugsa vel um okkur sjálf, hvernig sem við gerum það – og það er mismunandi fyrir alla,“ segir Berry í færslunni.

„Mér finnst það skipta miklu máli að fólk finni hvað það er sem þeim finnst skemmtilegt, það sem lætur það finna fyrir ást og það sem nærir andann, sál og líkama.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by rē•spin (@respin)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Björn Ingi og Kolfinna Von aftur saman

Björn Ingi og Kolfinna Von aftur saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Foreldrar Darra eru í kapphlaupi við tímann eftir að endurkomukrabbamein greindist – „Auðvitað mölvar þetta mömmuhjartað“ – Söfnunarreikningur

Foreldrar Darra eru í kapphlaupi við tímann eftir að endurkomukrabbamein greindist – „Auðvitað mölvar þetta mömmuhjartað“ – Söfnunarreikningur