fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Fókus

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 22:00

Bekah King, Abi Roberts, og Morgan Tabor

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bekah King, Abi Roberts, og Morgan Tabor eru bandarískar vinkonur á þrítugsaldri sem kynntust á óvenjulegan hátt. Þannig er nefnilega mál með vexti að þær áttu allar sama kærastann á sama tíma, en vissu það ekki. CNN greinir frá þessu.

Málið byrjaði í desember á síðasta ári þegar Morgan Tabor fór að gruna að eitthvað væri ekki í lagi með kærastann sinn. Hún skannaði samfélagsmiðla og eftir mikla leit fann hún reikning hjá annari konu, sem birti myndir af sjálfri sér og kærasta Tabor.

„Veröld mín hrundi til grunna“

„Ég get ekki lýst tilfinningunni sem ég fann fyrir þegar ég sá mynd af honum með annari stelpu,“ sagði hún og bætti við: „Ég hélt að ég væri að fara að giftast þessum gæja. Við höfðum talað um að kaupa hús og halda brúðkaup. Veröld mín hrundi til grunna. Ég þurfti að syrgja framtíðina sem ég var að búa til. Þetta eyðilagði sálarlíf mitt.“

Hún náði í konuna og saman héldu þær áfram að leita. Þá fundu þær Abi Roberts, sem leit líka á manninn sem kærasta sinn. „Ég var eyðilögð,“ sagði hún. „Ég grét fyrir framan þessar stelpur sem ég hafði aldrei hitt,“

„Hann missti andlitið. Þetta var alveg óborganlegt,“

Eftir að málið komst upp voru konurnar að spjalla saman á FaceTime. Á meðan þær spjölluðu kom kærastinn í heimsókn til Tabor. Hún leit út um herbergisgluggann sinn og sá framhjáhaldandi kærastann með blómvönd standa fyrir framan húsið sitt.

Hún segist hafa tekið á móti honum, tekið blómin, kastað þeim í gólfið, og sagst vera búin að eignast nýjar vinkonur, og sýndi honum símann sinn þar sem hinar tvær voru að tala við hana á FaceTime. „Hann missti andlitið. Þetta var alveg óborganlegt,“

Hann á að hafa komið með allskonar afsakanir, þar á meðal með því að segja að það væri í lagi að eiga margar kærustur á sama tíma. Konurnar þrjár hættu allar með honum, og það á sama tíma.

Í kjölfarið kom í ljós að kærusturnar voru enn fleiri, eða sex talsins. Þar á meðal Bekah King sem hafði verið að hitta hann í fimm mánuði.

Keyptu skólabíl saman

Þá tók málið óvænta stefnu , en þær King, Roberts, og Tabor urðu miklar vinkonur. Þær áttuðu sig á því að þær áttu sameiginlegan draum: kaupa rútu og ferðast um Bandaríkin.

Nú hafa þær látið drauminn rætast. Þær keyptu gamlan skólabíl og gerðu hann upp, og söfnuðu saman 5.000 Bandaríkjadölum, en það jafngildir um það bil 600.000 íslenskum krónum. Til að byrja með átti ferðin að klárast í nóvember en þær hyggjast framlengja hana.

Ein þeirra segir: „Við lifum í draumi. Þetta er eitthvað sem þurftum að gera á erfiðum tíma í lífi okkar.“

Þegar þær eru spurðar hvort fyrrverandi kærastinn eigi einhvern heiður að ferðinni svara þær:

„Þessi gæji á engan heiður skilið, en takk fyrir að koma okkur saman,“ segja þær. „Við höfum sagt honum að fara til fjandans, en þakka þér. Eins hræðilegt og ömurlegt sem þetta augnablik var, þá myndum við allar ganga í gegn um það aftur til að kynnast hvorri annari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Madonna birtir myndir af sér á brjóstunum – Segist hata að máta föt

Madonna birtir myndir af sér á brjóstunum – Segist hata að máta föt