fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Fókus

Sjáðu myndina: Kim Kardashian „óþekkjanleg“ eftir útlitsbreytinguna

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 16:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan og ofurfyrirsætan Kim Kardashian er komin með nýtt útlit, hún er búin að aflita hárið sitt á ný. DailyStar segir að Kim sé nú orðin „óþekkjanleg“ eftir þessa breytingu.

Kim, sem er 40 ára gömul, deildi á dögunum myndböndum af sér fyrir framan spegilinn til að sýna nýju fötin í fatalínunni sinni, Skims. Í myndböndunum mátti sjá að Kim er búin að aflita á sér bæði hárið og augabrúnirnar.

Kardashian-systirin sýndi heilan helling af nýjum flíkum sem hún dásamaði í gríð og erg. Meðal annars mátti sjá buxur, stuttbuxur, brjóstahaldara og fleira. Kim tók þá sérstaklega fram að brjóstahaldararnir væru í „bestu litunum“ og að fötin séu þunn en komi samt í veg fyrir að appelsínuhúð muni sjást í gegnum þau.

Skjáskot/Instagram

Þessa dagana er Kim að ganga í gegnum skilnað en hún og tónlistarmaðurinn Kanye West hættu saman fyrr á árinu eftir 6 ára hjónaband. Kim vill fá forsjá yfir öllum börnum þeirra hjóna en þau eru fjögur talsins. Kim hefur undanfarið verið á síðum slúðurblaða en þar var hún sögð vera byrjuð með fréttamanninum Van Jones, hún hefur þó þvertekið fyrir að þau séu saman.

Þá hefur Kanye verið sagður vera með ofurfyrirsætunni Irina Shayk en ekkert hefur verið staðfest um það. Kanye hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu undanfarna mánuði en nýlega byrjaði hann að vekja mikla athygli fyrir plötu sem er sögð vera að koma út á næstunni. Aðdáendur hans vita þó að best sé ekki að gera sér upp of miklar vonir því hann er þekktur fyrir að fresta útgáfum á plötum í langan tíma, jafnvel að eilífu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nökkvi Fjalar vildi ekki láta bólusetja sig – „Þetta er viðkvæmt mál“

Nökkvi Fjalar vildi ekki láta bólusetja sig – „Þetta er viðkvæmt mál“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi gerður hornreka og biðst afsökunar á færslunni – „Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum“

Bubbi gerður hornreka og biðst afsökunar á færslunni – „Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu