fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Fókus

Foreldrar Darra eru í kapphlaupi við tímann eftir að endurkomukrabbamein greindist – „Auðvitað mölvar þetta mömmuhjartað“ – Söfnunarreikningur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 19:30

Mikael Darri. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Darri Magnússon er fimm ára drengur sem hefur nær alla ævi barist við krabbamein. Nýlega urðu afar erfiðar vendingar í sjúkrasögu Darra er hann greindist með endukomukrabbamein. Móðir hans, Líf Steinunn Lárusdóttir, segir í Facebook-færslu fyrir skömmu:

„Við sáum krabbameinsæxlið fyrst 17. júní og létum læknana strax vita af því.

Síðan þá höfum við bókstaflega horft á það vaxa með nokkura daga millibili.

Þetta er endurkoma krabbameinsins sem hann fékk í fyrra nema stökkbreitt og meira hraðvaxandi.

 Það er búið að taka heilan MÁNUÐ fyrir læknana í Boston að ákveða sig hvað skal gera, meðal annars vegna þess að sneiðmyndir og annarskonar myndir sem teknar voru af meininu voru sendar á geisladiski til Boston vegna þess að helvítis tölvukerfin í báðum löndunum gátu ekki unnið saman! Það tók viku fyrir læknana að fá þær!“

 Líf Steinunn greinir enn fremur frá því að ákveðið hafi verið á fundi íslenskra og bandarískra lækna að Darri litli yrði skorinn upp í Boston og síðan séð til með geisla- eða lyfjameðferð. Fjölskyldan er í kapphlaupi við tímann því mikil hætta er að krabbameinið dreifi sér um líkamann. Aðgerðin krefst hins vegar mikillar og vandasamrar skipulagningar:

„Það þarf að skipuleggja aðgerðina vel þar sem háls- nef- og eyrnalæknir, taugaskurðlæknir og lýtalæknir vinna saman að því að fjarlægja krabbameinið ásamt andlitstauginni, sem þýðir að elsku fallega andlitið hans mun lamast öðru megin. Það verður reynt að taka taug annars staðar úr líkamanum og græða í staðinn en þó svo að hún myndi virka mun það taka marga mánuði að koma í ljós og aldrei verða eins. Auðvitað mölvar þetta mömmuhjartað en er að sjálfsögðu nauðsynlegt og verður tæklað einhvern veginn.“  

 Af lestri færslu Lífar Steinunnar, sem lesa má í heild með því að smella á tengilinn hér undir fréttinni, er ljóst að fjölskyldan er undir gífurlegu álagi. Foreldrar langveikra barna heyja ólýsanlega erfiða baráttu en því miður bætast fjárhagsáhyggjur við aðrar hremmingar sem ganga þarf í gegnum þegar barnið manns er með alvarlegan sjúkdóm.

DV vill því benda aflögufærum lesendum á styrktarreikning Darra litla, öll framlög skipta máli og margt smátt gerir eitt stórt:

536-26-8389  kt.130384-8389

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nökkvi Fjalar vildi ekki láta bólusetja sig – „Þetta er viðkvæmt mál“

Nökkvi Fjalar vildi ekki láta bólusetja sig – „Þetta er viðkvæmt mál“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi gerður hornreka og biðst afsökunar á færslunni – „Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum“

Bubbi gerður hornreka og biðst afsökunar á færslunni – „Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu