fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Fókus

Fóru öfgafullar leiðir til að ná athygli fyrrverandi maka – Sviðsettu brúðkaup, kærasta og jafnvel óléttu

Fókus
Sunnudaginn 18. júlí 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sjaldnast gaman þegar ástarsamband líður undir lok og stundum er annar aðilinn ekki tilbúinn að sleppa takinu. Þá er oft gripið til einhverra, oft örvæntingafullra, úrræða til að fanga athygli fyrrverandi að nýju. Nokkrar dömur á TikTok tóku þetta þó á næsta stig og beittu því sem ekki er hægt að kalla annað en öfgafullar leiðir til að reyna að vekja athygli fyrrverandi maka.

Sviðsetti brúðkaup

Notandinn @kennyykatt ákvað að ná fram hefndum á fyrrverandi kærasta með því að þykjast vera gengin í hjónaband.

„Að rifja upp þegar ég þóttist vera að gifta mig og skipulagði myndatöku til að hefna mín á fyrrverandi.“

Hún starfar sem fyrirsæta fyrir þjónustu sem skipuleggur brúðkaup og selur blómaskreytingar og ákvað að nýta myndirnar til að þykjast vera gift. Hún birti þær á samfélagsmiðlum og sagði þær vera frá sínu eigin brúðkaupi.

 

@kennyykattheh long story… ##fyp ##foryou ##MyFutureThanksMe ##xyzbca ##psycho ##toxic ##crazy ##imtoxic♬ Gnarls Barkley Crazy Stephen Kramer Glickman – Gustavo Rocque

Þóttist vera kærasti vinkonu

Áhrifavaldurinn Hannah Stocking ákvað að vera vinkona í raun, klæddi sig upp sem karlmann og þóttist vera kærasti vinkonu sinnar til að gera fyrrverandi kærasta hennar afbrýðisamann.

Þær óku saman um bæinn og deildu myndskeiðum þar sem þær létu vel að hvorri annari.

 

@hannahstockingFull video link in bio 🥴🤦‍♀️ @charlyjordan♬ Gnarls Barkley Crazy Stephen Kramer Glickman – Gustavo Rocque

Þóttist vera ólétt

Notandinn @slayforeign ákvað að sviðsetja myndskeið þar sem hún átti að vera að komast að kyni barns sem hún bæri undir belti. Nema hvað hún var alls ekki ólétt. Hún vildi bara að fyrrverandi kærasti hennar héldi að hún væri ólétt eftir hann og að hún hefði haldið því frá honum. Hún vonaðist til að hann myndi þá setja sig í samband við hana.

 

 

@slayforeignI have a lot of crazy stuff I did 😂😂 ##gendereeveal ##momtock ##foryoupage♬ Gnarls Barkley Crazy Stephen Kramer Glickman – Gustavo Rocque

Fékk ókunnugan mann til að þykjast vera kærastinn

Notandinn @whoashell ákvað að biðja ókunnugan mann til að þykjast vera kærasti hennar svo hún gæti deilt því á samfélagsmiðlum og gert fyrrverandi afbrýðisaman.

 

@whoashelli could turn this into a whole series ##greenscreen♬ Gnarls Barkley Crazy Stephen Kramer Glickman – Gustavo Rocque

Tók myndir af sér með gínu

Notandinn @rachelldunnn ákvað að nýta sér gínuhöfuð til að þykjast eiga sér ástmann. Allt til að gera fyrrverandi afbrýðisamann.

 

@rachelldunnnhigh school me was hurting 🤣 ##lgbt ##foryou ##lesbian ##fyp♬ Gnarls Barkley Crazy Stephen Kramer Glickman – Gustavo Rocque

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nökkvi Fjalar vildi ekki láta bólusetja sig – „Þetta er viðkvæmt mál“

Nökkvi Fjalar vildi ekki láta bólusetja sig – „Þetta er viðkvæmt mál“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi gerður hornreka og biðst afsökunar á færslunni – „Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum“

Bubbi gerður hornreka og biðst afsökunar á færslunni – „Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu