fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Fókus

Erpur hjólar í „sjónvarpsskemmtikrafta“ líkt og Ingó og Helga – „Það er ekki búið að vera rassgat að frétta“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 13:30

Samsett mynd: Helgi Björns, Ingó Veðurguð og Erpur Eyvindarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erpur Eyvindarson, einnig þekkur sem Blaz Roca, er orðinn ansi þreyttur á „sjónvarpssöngli“. Það kemur skýrt fram í viðtali hans við Fréttablaðið, en hann hlakkar til þess að spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, ásamt hundunum í XXX Rottweiler, og bjóða landanum upp á „alvöru dæmi“.

Á meðan samkomutakmarkanir voru sem mestar hér á landi vegna heimsfaraldursins urðu sjónvarpstónleikar ansi vinsælir. Þar voru fremstir í flokki Helgi Björnsson, með þáttinn Heima með Helga í Sjónvarpi Símans og Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, sem sá um þáttinn Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2.

Í viðtalinu skýtur Erpur föstum skotum að þessari sjónvarpsmenningu sem hefur myndast á síðustu mánuðum: „Það er ekki búið að vera rassgat að frétta og fólk bara búið að vera að horfa á svona sjónvarpsskemmtikrafta.“ segir hann og kallar það „krepputímabil lifandi tónlistar“.

„Það er búið að vera sjónvarpssöngl af ýmsu tagi. Svona sitjandi gítargutl og það er rosalega mikilvægt að við komum þarna á einmitt þessa hátíð og biðjum bara að heilsa þessu krepputímabili lifandi tónlistar með alvöru dæmi,“

Erpur segir gott að XXX Rottweiler hundar séu framarlega á Þjóðhátíð svo fólk geti notið einhvers annars en „sjónvarpssöngls“

„Þess vegna er svo gott að við séum framarlega á fyrstu Þjóðhátíð eftir að fólk getur leyft sér að njóta annars en sjónvarpssöngls.“

Fyrir þá sem hafa áhuga á „sjónvarpssönglinu“ sem Erpur talar um þá mun Helgi Björnsson vera með kvöldtónleika í beinu streymi frá Hótel Borg á laugardagskvöldið um Verslunarmannahelgina. Það sama er líklega ekki hægt að segja um Ingó, en líkt og alþjóð veit hefur hann verið afbókaður af Þjóðhátíð, en þar átti hann að sjá um brekkusönginn fræga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nökkvi Fjalar vildi ekki láta bólusetja sig – „Þetta er viðkvæmt mál“

Nökkvi Fjalar vildi ekki láta bólusetja sig – „Þetta er viðkvæmt mál“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi gerður hornreka og biðst afsökunar á færslunni – „Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum“

Bubbi gerður hornreka og biðst afsökunar á færslunni – „Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu