fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Það sem þau töldu sig kaupa var ekki það sem þau fengu sent

Fókus
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki hægt að trúa öllu sem maður sér á Netinu og netverslun fylgir alltaf ákveðin áhætta. Þá ertu að treysta því að það sem þú sérð á myndum sé nákvæmlega það sem þig langar í eða vantar.

En það er ekki alltaf svo. Sem betur fer. Því hvað er betra en að sjá aðra deila hlægilegum netverslunarmistökum? Sennilega ekkert.

Uppblásin sundlaug

Hin 11 ára Amy bað móður sína um uppblásna sundlaug til að kæla sig niður í sumarhitanum. Móðir hennar Claire ákvað að verða við þeirri beiðni og trúði varla heppni sinni þegar hún fann slíka laug á kosta verði á Netinu. Fyrir rétt rúmar tvö þúsund krónur. Þegar sendingin barst skildi Claire þó fljótlega hvers vegna laugin var svona ódýr.

 

Voldemort gríma 

Rosi frá Ástralíu ákvað að klæða sig upp sem Voldemort – vondi galdrakarlinn úr Harry Potter – í búningapartý. Hún fann slíka grímu sem kostaði rétt rúman þúsund kall og stökk á tækifærið. Hins vegar má velta fyrir sér hvaða fyrirmynd grímugerðarmaðurinn studdist við, en það hefur án efa ekki verið Voldemort eins og hann birtist í kvikmyndunum um Harry Potter.

 

Grá kápa 

Chellce frá Stockport ákvað að gera vel við vinkonu sína og pantaði fyrir hana gráa kápu á tæpar fimmtán þúsund krónur. Hins vegar virðist hún í kaupbæti hafa fengið merkingu á kápuna sem var ekki bara grá heldur líka skreytt tilviljunarkenndum orðum sem virðast koma frá matseðli.

 

Ekki alveg eins og á myndinni 

Hin 18 ára Lauren ákvað að kaupa sér vel þröngan bleikan kjól til að klæðast í Barbie-þemapartý. Fyrir það borgaði hún um fjögur þúsund krónur í netverslun. En það sem hún fékk var ekki það sem hún taldi sig vera að kaupa.

 

Hlutföllin ekki alveg í lagi 

Ein kona vildi gera vel við sig og pantaði sér það sem hún taldi vera gullfallegan og glaðlegan sumarkjól sem skreyttur er með flamíngó-fuglum. Hins vegar virðist aðilinn sem saumaði kjólinn hafa verið drukkinn í vinnunni.

 

Síðbolur 

Einn maður ákvað að panta sér efnislítinn hlýrabol til að flagga vöðvunum. Það sem hann fékk virðist þó heldur vera kjóll.

 

Samfestinga-feill

Ein kona sá gullfallegan samfesting á netinu. Svartan og kvenlegan með útvíðum skálmum. Hins vegar fékk hún eitthvað sem minnir fremur á eróbikgalla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Var gjaldþrota en er nú búin að græða 169 milljónir

Var gjaldþrota en er nú búin að græða 169 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Saga rappsins um helgina

Saga rappsins um helgina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Halle Berry birtir mynd af sér á brjóstunum

Halle Berry birtir mynd af sér á brjóstunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona fór Jónas að því að ná fjórum drengjum úr snjallsímunum – „Þetta var að minnsta kosti stund á milli símastríða“

Svona fór Jónas að því að ná fjórum drengjum úr snjallsímunum – „Þetta var að minnsta kosti stund á milli símastríða“