fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Ótrúlega rætin hefnd konu sem var kölluð leiðinleg – „Þetta er alvöru Karenar-hegðun“

Fókus
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 16:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítugi hársnyrtirinn Alex varð líkt og svo margir ástfanginn í gegnum netið. Hann kynntist hinum heillandi Matt í gegnum samfélagsmiðla og fljótlega fóru þeir að spjalla saman í gegnum samskiptaforritið WhatsApp og fljótlega voru þeir orðnir par.

Eftir árs samband höfðu þeir þó ekki hist í persónu og fóru þá að renna tvær grímur á Alex sem leitaði aðstoðar Oobah Butler og Julie Adenuga sem sjá um þættina Catfish UK.

„Við smullum bara ótrúlega vel saman og mér fannst eins og við hefðum þekkst alla tíð,“ sagði Alex. „Við töluðum saman daglega og stundum töluðum við saman í síma en hann notaði alltaf einhverja afsökun til að komast hjá því að tala við mig með myndbandi. Það er bara eitthvað við þennan mann sem gerir mig hamingjusaman. Hann vill samt bara spjalla á tilteknum tíma dags og stundum heyri ég í honum daglega og stundum ekki neitt. Hann vill aldrei nota FaceTime, ég hef reynt að nota það nokkrum sinnum en hann svarar ekki. En hann skiptir mig miklu máli.“

Þáttastjórnendur Catfish töldu eitthvað misjafnt á seiði, líklega væri Matt skötuselur (e.catfish) en það er þegar fólk villir á sér heimildir  í samskiptum á netinu. Enda kom það á daginn að umræddur Matt var vissulega til, en hamingjusamlega trúlofaður kærasta sínum til 13 ára. Alex hafði greinilega verið að tala við einhvern sem var að villa á sér heimildir.

Þáttastjórnendum tókst að koma á fund með Alex og Falska-Matt en engum óraði fyrir því sem gerðist svo.

Þetta er raunverulegi Matt

Falski-Matt var nefnilega kona, Jess að nafni. Alex skildi ekkert og sagðist aldrei hafa séð hana áður.

„Ég þekki þig, manstu ekki eftir mér?,“ spurði Jess.

Hún útskýrði svo að hún hefði rekist á Alex í partýi ári áður og hafði heyrt hann segja við vini sína að hún væri leiðinleg. Hún varð brjáluð og ákvað að ná fram hefndum.

„Frekar ömurlegt er það ekki?“ spurði Jess. „Ég þurfti að kenna þér lexíu, þú drullar ekki bara yfir fólk,“ sagði hún.

Jess útskýrði að hún hafi þó ekki ætlað sér að ganga svona langt, og baðst að lokum afsökunar. Alex hins vegar var niðurbrotinn.

 

Jess talar við þáttastjórnendur

 

Aðdáendur þáttanna áttu ekki orð yfir hegðun Jess. Hér eru nokkrar athugasemdir:

„Það þarf að læsa þessa konu inni. Blekkir hann í heilt ár því hann sagði þig leiðinlega?“ 

„Þetta er næsta stig af Karenar-hegðun“ 

„Ein athugasemd í partý lætur hana sjá rautt – alvöru Karenar-hegðun. Alvöru kríp“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“