fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Sjö atriði sem benda til þess að karlmaður sé góður í rúminu – Talar hratt og þarf engar uppskriftir

Fókus
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífssérfræðingurinn Kate Taylor hefur gert lista með sjö hlutum sem benda til þess að karlmenn séu góðir í rúminu. Hún birti listann hjá The Sun á dögunum.

Í góðu formi

Karlmenn sem eru í góðu formi eru líklegri til að hafa meira þol, fá oftar holdris og geta þeir farið í fleiri kynlífsstellingar en flestir. Það þýðir þó ekki að karlmenn sem ekki eru í góðu formi geti ekki stundað gott kynlíf einungis að líkamleg heilsa hjálpi til.

Tala hratt

Til að tala hratt þarf að vera ansi lipur í tungunni og getur það nýst vel í kynlífi. Þá eru þeir sem hafa gert öndunaræfingar eða stundað sund með góða öndun sem skiptir einnig máli í kynlífi.

Fyrstur á dansgólfið

Ein af bestu leiðunum til að átta sig á því hvort karlmaður sé góður í rúminu eða ekki er að fylgjast með honum dansa. Ef hann er með góðar mjaðmahreyfingar ætti hann að geta speglað hreyfingarnar í rúminu. Ef hann er fyrstur á dansgólfið í öllum partíum þá er líklegt að hann sé öruggur með dans sinn og veit að hann er að sýna sínar bestu hliðar.

Google-ar hvernig á að gera hluti

Þegar menn kunna ekki hvernig á að gera eitthvað, til dæmis þegar lekur úr vaskinum, eiga það margir til að hringja í pípara eða frænda sinn sem kann að gera hlutina. Aðrir Google-a hvernig á að redda málunum og eru þeir sem gera það líklegri til að leita hjálpar á Google fyrir svefnherbergið.

Eldar án þess að nota uppskrift

Ef karlmenn elda án þess að nota uppskriftir og kjósa frekar að reyna að finna upp á einhverju einstöku sjálfir, er líklegt að þeir reyni það sama í svefnherberginu. Þó það gangi ekki alltaf fullkomlega er gott að þeir taki að minnsta kosti áhættuna og eru ævintýragjarnir í eldhúsinu og í rúminu.

Horfa á gamanþætti

Þeir sem horfa á gamanþætti eru líklegast með gott skopskyn. Ef þeir eru með gott skopskyn eru þeir líklegri til að vera djarfir í svefnherberginu og finnst það ekki vandræðalegt ef eitthvað fer úrskeiðis. Þá líður þér betur með þeim og stundin verður betri.

Hvatvísir

Þeir sem eru hvatvísir og eru gjarnir á að finna upp á hlutum til að gera á seinustu stundu geta verið frábærir elskendur. Þeir halda þér alltaf spenntri/spenntum og þegar þeir eru hvatvísir eru þeir einnig gjarnir á að prófa eitthvað nýtt í svefnherberginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Var gjaldþrota en er nú búin að græða 169 milljónir

Var gjaldþrota en er nú búin að græða 169 milljónir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Saga rappsins um helgina

Saga rappsins um helgina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Halle Berry birtir mynd af sér á brjóstunum

Halle Berry birtir mynd af sér á brjóstunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona fór Jónas að því að ná fjórum drengjum úr snjallsímunum – „Þetta var að minnsta kosti stund á milli símastríða“

Svona fór Jónas að því að ná fjórum drengjum úr snjallsímunum – „Þetta var að minnsta kosti stund á milli símastríða“