fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Kölluð gullgrafari fyrir að elska feitan mann – „Þau segja að ég gæti ekki mögulega laðast að honum út af því hversu stór hann er“

Fókus
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hún er að leik á róluvellinum með ungum syni sínum stoppar Sienna Keera stundarkorn til að kyssa unnusta sinn, George Keywood. Þá heyrir hún barn hrópa „Sjáið þennan feita strák”

Þegar hún lítur við sér hún aðra foreldra á vellinum flissa á meðan aðrir stara á hana með vanþóknunarsvip. Sienna er nefnilega grönn kona en unnusti hennar er í stærra lagi. Hún deilir sögu þeirra með The Sun.

Kallaður latur og óheilbrigður

Sienna segir þau daglega verða fyrir barðinu á leiðinlegum athugasemdum á netinu vegna sambands þeirra. Sienna er sökuð um að vera á höttunum eftir peningum Georges, en George er leikari sem hefur gert það gott í þáttunum Just Do Nothing.

„Við fáum mikið af neikvæðum athugasemdum á TikTok þar sem sagt er að ég sé bara með George peningana vegna – því hann er leikari

Ef ég væri gullgrafari þá myndi ég eltast við einhvern sem er ríkur. George hefur það bara ágætt, við erum ekki að lifa einhverjum lúxus lífstíl svo þessar athugasemdir eru bara heimskulegar.“

Hún segir að fólk ráðist að George og kalli hann latan og óheilbrigðan.

„Þau segja að ég gæti ekki mögulega laðast að honum út af því hversu stór hann er. Ég skil ekki af hverju fólk sér það þannig, því greinilega laðast ég að honum.“

Sá hann fyrst í sjónvarpsþætti

Sienna kemur frá Ástralíu og heillaðist af George eftir að hafa séð hann í sjónvarpinu. Vinir hennar höfðu í gríni bent henni á George og sagt að hann væri algjörlega hennar týpa þar sem Sienna hefur alltaf laðast að stærri karlmönnum.

„Ég sagði „Já reyndar er hann það, ég ætti kannski að leita hann uppi.“ Ég googleaði hann, sendi honum skilaboð og sagði : Þú ert uppáhalds persónan mín í þessum þáttum.“

Fljótlega voru George og Sienna farin að skiptast daglega á skilaboðum og eftir nokkra mánuði hélt Sienna í langferð – alla leið frá Ástralíu til Bretlands – til að hitta George.

„Ég laðaðist að brosinu hans, augunum og að sjálfsögðu af stóra mallanum. Líka þykku lærunum hans og mjúka kreistanlega brjóstkassanum. Ég elska að snerta stærri mann.

Eftir það vorum við að skiptast á skilaboðum daglega. Við erum með svipað skopskyn og hann var sjálfsöruggur, heillandi, opinn og daðraði mikið.“

Eftir fyrsta fund var ekki aftur snúið og örfáum mánuðum síðar sagði Sienna skilið við vinnuna, vinina og fjölskylduna í Ástralíu og flutti til George í Bretlandi. Skömmu síðar fór George á skeljarnar í Feneyjum og fljótlega eftir það fréttu þau að Sienna væri barnshafandi.

Reyna við hana fyrir framan unnustann

„Þegar við förum út á lífið þá reyna karlmenn við mig fyrir framan George. Þeir halda að þeir eigi séns út af því hversu stór hann er, en við bara leiðum þetta hjá okkur.

Mér finnst eins og það væri minni dómharka ef ég væri líka stór. Það er einhvern veginn eðlilegra fyrir fólk að sjá tvo stóra einstaklinga saman eða frekar grannan mann og stóra konu.“

Sienna segir að kynlífið þeirra sé það besta sem hún hefur stundað.

„Kynlífið okkar er fullt af ástríðu, það besta sem ég hef stundað. George er mjög liðugur og stærðin hans hindrar hann ekkert.“

Í baksýnisspeglinum sé hálf galið að horfa til baka og sjá hversu hratt sambandið þróaðist.

„Það er súrrealískt að líta svona til baka, þetta gerðist allt svo hratt. Ég hafði átt í langtíma samböndum áður en aldrei hugsað um barnseignir eða hjónaband. En þegar þú ert með réttu manneskjunni þá bara veistu að þessu er ætlað að verða.“

Elskar hann, sama hversu þungur hann er

Sienna segir að í dag skipti hana engu máli hversu þungur George er, enda sambandið þeirra orðið alvarlegt og meira en bara líkamlegt. En hún hugsar þó að hún hefði aldrei sent fyrstu skilaboðin ef George væri ekki stór maður.

„Áður en við hittumst vildi hann léttast því hann hélt að það væri það sem konur vildu. Við gerum grín af því núna hvernig hann bætti á sig með mér þegar ég var ólétt. Ég hef ekki hvatt hann til að borða meira og ef honum langaði til að grenna sig þá myndi ég styðja það en hann vill það ekki sem stendur og ég elska hann eins og hann er.“

Sienna segir að það sé alveg rétt að það geti fylgt því heilsufarsvandamál að vera stærri í sniðum. En það sé þó ekki algilt.

„Það eru hættur sem fylgja því að vera stærri en þú getur líka verið grannur og óheilbrigður. Heilsa Georges kemur engum við nema honum sjálfum.

Ég myndi áfram laðast að honum ef hann léttist. Við eigum barn saman svo okkar samband ristir dýpra en bara það líkamlega. En ég hefði ekki sent honum þessi fyrstu skilaboð ef hann væri ekki stór. “

 

@siennakeeraThe article about our relationship is in The Sun newspaper today, Wednesday 14th if you want to grab a copy 😘 ##fyp

♬ original sound – SiennaKeera

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 4 dögum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum