fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Stórstjarnan skýtur til baka á aðdáendur sína – „Brjóstin mín eru stærri en ykkar“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 20:00

Samsett mynd. Myndir: Instagram/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Billie Eilish er án efa ein stærsta tónlistarstjarna heimsins um þessar mundir. Hvert einasta lag sem hún gefur út sprengir spilunarlista en einhverjir aðdáendur hennar eru þó á þeirri skoðun að hún sé að ganga í gegnum erfitt tímabil þegar kemur að tónlistinni, það er að segja að lögin sem hún hefur gefið út að undanförnu séu ekki nógu góð.

Þessi 19 ára stórstjarna lætur það þó ekki á sig fá. Hún birti nýverið myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hún skaut fast á þá sem hafa gagnrýnt nýju lögin sín. „Er það bara ég eða er Billie að eiga erfitt tímabil, hvers vegna er hún svona léleg núna?“ sagði í athugasemd sem Billie ákvað að nota í myndbandið sem hún birti á TikTok. Í myndbandinu má sjá Billie sitjandi og hlægjandi á meðan hún ranghvolfir augunum vegna athugasemdarinnar. Þá má heyra nýjasta lagið hennar, NDA, spilast í bakgrunninum á myndbandinu.

Þrátt fyrir að Billie hafi ekki sagt neitt til baka í myndbandinu sjálfu þá skaut hún harkalega til baka í textanum sem hún lét fylgja með myndbandinu. „Bókstaflega það eina sem ég sé á þessum samfélagsmiðli… étið rykið mitt, brjóstin mín eru stærri en ykkar,“ sagði hún í textanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Rósa þarf að nota stóma eftir illvígt krabbamein – Hljóp 106 km í Hengill-Ultra utanvegahlaupinu

Rósa þarf að nota stóma eftir illvígt krabbamein – Hljóp 106 km í Hengill-Ultra utanvegahlaupinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var gjaldþrota en er nú búin að græða 169 milljónir

Var gjaldþrota en er nú búin að græða 169 milljónir