fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Fókus

Hrædd við að fara í ræktina vegna fullnæginga – „Ég mun aldrei gleyma því þegar þetta gerðist fyrst“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 21:00

Sophie Blackman. Myndir/The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona er smeyk við að fara í ræktina því hún vill ekki eiga í hættu að fá fullnægingu fyrir framan alla viðstadda.

Sophie Blackman er 24 ára frá Hertfordshire í Englandi. Hún deilir sögu sinni í viðtali hjá Fabulous Digital. Hún segir frá því hvernig hún glímir við sérstakan kvilla þar sem líkamsrækt framkallar fullnægingar. Hún uppgötvaði það eftir að hafa misst tæp 40 kíló. Hún kallar þessar fullnægingar „coregasms“ eða „kviðnægingar“.

„Sem einhver sem þjáist af „kviðnægingum“ þá get ég auðveldlega sagt að ræktin er mjög óheillandi kostur þegar möguleiki er á því að þú fáir fullnægingu fyrir allra augum,“ segir hún.

„Þar til ég byrjaði að æfa í mars 2020, eftir fyrsta útgöngubann Covid, þá hefði mér aldrei dottið í hug að það væri hægt að fá það við að æfa og hvað þá að ég væri einhver sem myndi æfa. Flesta daga nennti ég ekki einu sinni út með ruslið.“

Sophie segir að hún hefði verið óánægð í líkama sínum, borðað McDonalds fimm til sjö sinnum í viku og borðað mikið magn af Maltesers súkkulaði.

„En þrátt fyrir að lifa frekar lötum lífsstíl þá hef ég alltaf verið mjög virk kynferðislega. Það litla sem ég vissi,“ segir hún.

Sophie æfði alltaf heima vegna takmarkana og byrjaði að elska æfingarnar. „Erfiðin á bak við hnébeygjuna urðu enn skemmtilegri einfaldlega vegna þess að það æsti mig alveg óstjórnlega,“ segir hún.

„Kviðnægingar“, einnig kallaðar „exercise-induces orgasm“ (EIO) voru fyrst skráðar af kynfræðingnum Alfred Kinsey árið 1953 í bók hans um kynferðislega hegðun kvenmanna.

„Það virðist sem svo að það séu vísindalegar sannanir fyrir því að það sé hægt að fá fullnægingu við æfingar, rétt eins og í svefni,“ segir hún.

„Ég mun aldrei gleyma því þegar þetta gerðist fyrst,“ segir hún og lýsir atburðarásinni.

„Þetta gerðist ekki fyrstu mánuðina sem ég byrjaði að hreyfa mig þar sem ég var að einbeita mér að því að anda og vera á lífi en um leið og ég var búin að byggja upp smá þol, öryggi og styrk þá var eins og það væri eldgos þarna niðri.“

Fyrsta kviðnægingin kom þegar Sophie var að gera hnébeygjur með ketilbjöllu. „Án þess að fara út í of mikil smáatriði þá geturðu ímyndað þér hvað gerðist og ég var í áfalli. Ég missti næstum jafnvægið og hausinn fór á fullt: „Var ég að missa vatnið?“ og „ég er ekki einu sinni ólétt“ og „hef ég sprengt eitthvað?““

Sophie lagðist strax í rannsóknarvinnu. „Eftir nokkrar Google leitir þá fann ég svarið: Ég er með ofurkraftinn að geta fengið það með því að æfa. Ég var himinlifandi,“ segir hún.

En fljótlega fóru að renna á hana tvær grímur þegar hún byrjaði að fá fullnægingu í hvert einasta skipti sem hún æfði. „Ég get ekki farið í ræktina og forðast að fara. Ég æfi heima og reyni að hugsa um allt sem gerir mig ekki graða,“ segir hún.

Sophie segir að hún gefi ekki frá sér einhver svaka hljóð þegar hún fær kviðnægingu en hún segir að svipurinn á henni fari ekki framhjá neinum.

„Sem betur er fullnægingin styttri en í kynlífi en hún er mun ákafari. Stundum, og ég er ekki að grínast, þarf ég að leggjast niður eftir á því mér líður eins og ég hafi farið í gegnum fimm kynlífslotur en það eina sem ég hef gert eru sex hnébeygjur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Róbert Wessman selur hulduhús í Garðabænum og vill 400 milljónir fyrir það

Róbert Wessman selur hulduhús í Garðabænum og vill 400 milljónir fyrir það
Fókus
Fyrir 5 dögum

Poppstjarnan tók upp fyrstu kynlífssenuna sína – „Ég fann fyrir smá kvíða“

Poppstjarnan tók upp fyrstu kynlífssenuna sína – „Ég fann fyrir smá kvíða“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rósa þarf að nota stóma eftir illvígt krabbamein – Hljóp 106 km í Hengill-Ultra utanvegahlaupinu

Rósa þarf að nota stóma eftir illvígt krabbamein – Hljóp 106 km í Hengill-Ultra utanvegahlaupinu
Fókus
Fyrir 1 viku

Bassi Maraj gefur út nýtt lag í tilefni Hinsegin daga

Bassi Maraj gefur út nýtt lag í tilefni Hinsegin daga
Fókus
Fyrir 1 viku

Óvenjuleg störf fegurðardrottningarinnar – „Ég myndi ekki hætta þó mér yrði boðinn allur heimurinn“

Óvenjuleg störf fegurðardrottningarinnar – „Ég myndi ekki hætta þó mér yrði boðinn allur heimurinn“