fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fókus

Ásthildur og María með nýja þætti í sumar – Ferðast saman um Suðurlandið

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 11:38

Ásthildur og María - Mynd/N4

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjá Suðurland er heitið á nýjum ferðaþáttum sem hefja brátt göngu sína á sjónvarpsstöðinni N4. Á þáttunum eru æskuvinkonurnar Ásthildur Ómarsdóttir og María Finnbogadóttir að ferðast um suðurhluta Íslands og lenda í ævintýrum saman. 

Aðdáendur sjónvarpsstöðvarinnar N4 þekkja eflaust Ásthildi vel en hún hefur komið nálægt ýmissi dagskrárgerð á stöðinni á undanförnum árum.

Æskuvinkona hennar, María Finnbogadóttir, er atvinnuskíðakona og býr í Austurríki. Þetta er ekki fyrsti ferðaþáttur þeirra Ásthildar og Maríu en þær gerðu einnig skemmtilega ferðaþætti í fyrra fyrir N4 í sem hétu Vá Vestfirðir. Eins og nafnið gefur til kynna ferðuðust vinkonurnar um Vestfirðina í þeim þáttum.

Mynd/N4

„Í nýju þáttunum, „Sjá Suðurland”,  ferðast þær stöllur um Suðurlandið og leita uppi skemmtilega hluti til þess að gera.  Á ferðalaginu ögra þær sér á ýmsan máta, fara meðal annars í zipline, á fjórhjól,  í svifdrekaflug og skella sér á æfingu hjá einum frægasta crossfittara Íslands, Björgvini Karli  Guðmundssyni í Hveragerði,“ segir í tilkynningu frá N4 um þættina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Háðsdeila Kristínar Péturs – Gefur lítið fyrir niðurstöðu Neytendastofu og merkir #ekkiad

Háðsdeila Kristínar Péturs – Gefur lítið fyrir niðurstöðu Neytendastofu og merkir #ekkiad
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ljótasti skilnaður New York – Segir 10 milljónir á mánuði ekki nóg til að viðhalda lífsstílnum

Ljótasti skilnaður New York – Segir 10 milljónir á mánuði ekki nóg til að viðhalda lífsstílnum