fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sjáðu myndband og nýtt lag Guggu Lísu sem tileinkað er baráttu móður hennar við krabbamein

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 20:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörg Elísa, eða Gugga Lísa eins og hún kallar sig, hefur gefið út tónlistarmyndband við nýja lagið sitt Lífið Er Núna. Lagið og myndbandið er tileinkað
móður Guggu Lísu, henni Kristínu Snæfells Arnþórsdóttur, sem er að berjast við krabbamein og Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. 

Gugga Lísa frumflutti lagið sjálft í beinni í sjónvarpi Símans þann 4. febrúar ásamt Páli Óskari í styrktarútsendingu Krafts sem bar einmitt nafnið Lífið er núna.

Guðbjörg hefur samið og sungið frá barnsárum en það er mikil tónlistarmenning í hennar fjölskyldu. Tónlist er hennar stærsta ástríða og nýtur hún einna helst að syngja lofgjörð, sálartónlist, ástarlög og tónlist með fallegum boðskap.

Tónlistin hefur hjálpað Guðbjörgu í gegnum hennar stærstu áföll en missti hún bróður sinn úr hvítblæði. Hún var þá þriggja en hann 11 ára. Einnig missti Guðbjörg ömmu sína úr krabbameini og eins og fyrr greinir er móðir hennar nú að berjast við krabbamein. Því tileinkar Guðbjörg þeim lagið Lífið er núna ásamt öllum þeim sem eru og hafa barist við krabbamein og aðstandendum.

Nú hefur lagið verið gefið út á Spotify og myndbandið er komið á Youtube. Álfrún Kolbrúnardóttir, skrifaði handritið ásamt því að leikstýra og framleiða myndbandið.

 

Myndbandið má sjá hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“