fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Hraunað yfir sjónvarpsstjóra Símans eftir að hann gagnrýndi afgreiðslufólk – „Mest pirrandi tíst dagsins“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. júní 2021 14:00

Magnús Ragnarsson. Mynd: Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum verður stormur á Twitter af litlu tilefni og það gerðist í hádeginu í dag. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Símans og kvikmyndaleikari, hnýtti þá í afgreiðslufólk. Það sem pirrar Ragnar í fari þess er sú tilhneiging að kveðja viðskiptavini með kveðjunni „Eigðu góðan dag“ sem er þýðing á ensku kveðjunni „Have a nice day“.

Magnús segir: „Kæra afgreiðslufólk. Vinsamlega látið af þessu enskuskvaldri ykkar um að eiga góðan dag.“

Óhætt er að segja að þetta hafi fallið í grýttan jarðveg hjá fylgjendum Magnúsar á Twitter. Lóa segir: „Öllu er nú hægt að tuða yfir, meira að segja kurteisi.“

Hallgrímur tekur í svipaðan streng: „Ég var að logga inn og sé strax að þú ert ekki að eiga mjög góðan dag á forritinu.“

„Eru menn að eiga slæman dag?“ spyr Bragi Þór en eitruðustu pilluna fær Magnús líklega frá Þossa, sem segir:

„Þetta er mest pirrandi tíst dagsins, það er ágætis regla að vera ekki pylsufasisti. Að leggja sig fram við að skilja fólk er alltaf betra en að pirra sig á framburði, að vera næs kemur málfræði ekkert við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“