fbpx
Miðvikudagur 23.júní 2021
Fókus

Dagur B. sigraðist á gigtinni um helgina og kleif Hvannadalshnúk – „Ég get jafnframt staðfest að það er kalt á toppnum“

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 7. júní 2021 12:42

Dagur B. Eggertsson á Hvannadalsnhjúki. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur hefur lengi glímt við gigt og þurfti um tíma að styðjast við staf. Hann sigraðist hins vegar á sjálfum sér um helgina þegar hann kleif Hvannadalshnjúk.

„Ég ætla ekki að halda því fram að þetta hafi verið auðvelt. Eða að ég sé ekki með strengi og finni til hér og þar. Ég get jafnframt staðfest að það er kalt á toppnum. En þetta var magnað og ég get ekki lýst því með orðum hversu óralangt tilfinningin að ná þessum áfanga var á við óvissuna og glímuna við gigtina undangengin ár,“ segir Dagur í nýrri færslu á Facebook þar sem hann fer sigur helgarinnar.

„Um helgina sigraðist ég á sjálfum mér, gigtinni og (sjálfsköpuðu) hreyfingarleysi þessara ára með því að klífa Hvannadalshnjúk í frábærum hópi fólks. Við höfðum 16 tíma glugga til að komast upp og niður milli votviðris, vinda og skúra. Við óðum snjó í ökkla upp og miðja kálfa niður og hrepptum alls konar verður,“ segir Dagur.

Færslan er hér meðfylgjandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fegurðardrottning eignast sitt annað barn

Fegurðardrottning eignast sitt annað barn
Fókus
Í gær

Harpa var ellefu ára þegar henni var nauðgað

Harpa var ellefu ára þegar henni var nauðgað
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rukka 2.990 krónur fyrir ristað brauð með lárperu og eggi – „Ekki furða að maður eigi í vandræðum að kaupa sér íbúð“

Rukka 2.990 krónur fyrir ristað brauð með lárperu og eggi – „Ekki furða að maður eigi í vandræðum að kaupa sér íbúð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vísa alfarið á bug vinslitum í kjölfar þess að tískusamstarfi lauk – „Ofboðslega þakklát“

Vísa alfarið á bug vinslitum í kjölfar þess að tískusamstarfi lauk – „Ofboðslega þakklát“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Fögnum þessari gráðu“

Vikan á Instagram – „Fögnum þessari gráðu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mér þykir enn vænt um son minn – jafnvel þó hann sé barnaníðingur“

„Mér þykir enn vænt um son minn – jafnvel þó hann sé barnaníðingur“