fbpx
Miðvikudagur 23.júní 2021
Fókus

Áhrifavaldur birtir hreinskilnar „fyrir og eftir“ myndir – Fitusog og brjóstastækkun

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 7. júní 2021 10:41

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram áhrifavaldurinn Olivia White deilir hreinskilnum og hráum myndum af sér fyrir og eftir fegrunaraðgerð. Olivia er með rúmlega 160 þúsund fylgjendur á miðlinum og greindi frá því nýverið að hún hefði gengist undir fitusog, brjóstaaðgerð og svuntuaðgerð.

„Stuðningurinn sem ég hef fengið vegna færslunnar er ómetanlegur,“ segir hún í samtali við Kidspot.

„Ég ákvað að deila því með fólki nákvæmlega hvernig þetta er, jafnvel þó þetta sé mjög hrátt og viðkvæmt. Og allir virðast vera mjög þakklátir og hrifnir af því.“

Olivia er tveggja barna móðir. Hún segist hafa rannsakað þá möguleika á aðgerðum sem stóðu henni til boða í tvö ár áður en hún lagðist undir hnífinn. Hún fór í fitusog, brjóstastækkun og „mini“ svuntuaðgerð.

„Þetta var bara eitthvað sem ég ákvað að gera fyrir sjálfa mig. Sumir vilja breyta hárlitnum sínum eða móta augabrúnirnar, jafnvel fara í bótox. Gerum við þetta því við erum óhamingjusöm? Eða því þetta er ákvörðun sem við viljum taka?“

Olivia fékk sér ekki brjóstapúða heldur færði fitu af magasvæðinu í brjóstin. Hún deildi myndum af sér rétt fyrir aðgerð og strax eftir aðgerð. Við vörum viðkvæma við myndefninu, hún er nýkomin úr aðgerð þegar myndbandið var tekið og lekur enn blóð úr saumunum. Það er hægt að skoða fleiri myndir og myndbönd í highlights hjá henni á Instagram undir „Surgery“.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ✨ Olivia White ✨ (@houseofwhite_)

Olivia vill koma til dyranna eins og hún er klædd og ástæðan fyrir því að hún deildi þessu var til að hjálpa öðrum.

„Ef þessi færsla getur hjálpað einhverjum að taka upplýsta ákvörðun, eða hjálpað einhverjum að taka erfiða ákvörðun án samviskubits, þá af hverju ekki?“ segir hún.

Olivia segir að hún vildi ekki deila einhverri „fyrir og eftir“ glansmynd, heldur vildi hún sýna hvernig þetta sé í raun og veru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fylgdarkona afhjúpar 5 óvænta hluti sem kveikja í karlmönnum – „Konur þurfa að vita þetta“

Fylgdarkona afhjúpar 5 óvænta hluti sem kveikja í karlmönnum – „Konur þurfa að vita þetta“
Fókus
Í gær

Reynslusaga – Gift hjón fara á kynlífsklúbb í fyrsta skipti

Reynslusaga – Gift hjón fara á kynlífsklúbb í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu íslensku OnlyFans-stjörnurnar – Gyðjan á Spáni ber höfuð og herðar yfir aðra

Þetta eru stærstu íslensku OnlyFans-stjörnurnar – Gyðjan á Spáni ber höfuð og herðar yfir aðra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástrós Trausta komin með kærasta – Sá heppni er framkvæmdastjóri

Ástrós Trausta komin með kærasta – Sá heppni er framkvæmdastjóri