fbpx
Föstudagur 11.júní 2021
Fókus

Einkaþjálfarinn sagði henni að taka myndir á nærfötunum – Bjóst ekki við þessu

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 6. júní 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TikTok-notandinn Gemma Howard birti myndband á dögunum þar sem hún segir frá ansi vandræðalegu atviki sem hún lenti í. Hún hafði skráð sig hjá einkaþjálfara sem bað hana um að taka myndir af sér til að geta mælt árangur sinn.

Gemma átti að vera á nærfötunum einum þegar hún tók myndirnar og áttu þetta ekki að vera neinar glansmyndir, bara heiðarlegar myndir sem sýna hvernig hún lítur út áður en einkaþjálfunin hefst. Gemma tók myndirnar og sendi á þjálfarann.

Þjálfarinn vildi þó ekki fá myndirnar sendar til sín, Gemma átti bara að hafa þær hjá sér til að geta séð muninn á sér að lokinni þjálfun.

„Hæ, fyrirgefðu Gemma, ég meinti að þú ættir að taka myndir fyrir sjálfa þig, ekki til að senda mér. Svo að þú getur fylgst með árangrinum,“ skrifaði þjálfarinn til baka. Hún bað hann afsökunar og sagðist hafa misskilið hann.

„Nei, ég bið viðskiptavini mína ekki um að senda mér myndir af sér í nærfötum. Ég var að borða kvöldmat með konunni minni og nú er hún að spyrja mig hvaða stelpa þetta var,“ skrifaði þjálfarinn til hennar.

Gemma segist núna varla þora að fara til einkaþjálfarans eftir þessi ansi vandræðalegu mistök. Vonandi nær hún miklum framförum hjá einkaþjálfaranum svo þessi reynsla hafi ekki verið til einskis.

@radiogemmahillHow do I go back 😫 #PT #gymfail #mumsoktiktok #gym #gym #over30 #fitlovers #fitnessfunny

♬ Send Me on My Way – Vibe Street

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndband og nýtt lag Guggu Lísu sem tileinkað er baráttu móður hennar við krabbamein

Sjáðu myndband og nýtt lag Guggu Lísu sem tileinkað er baráttu móður hennar við krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona verður starfsfólk PLAY klætt – Fatalínan afhjúpuð – Sjáðu myndirnar

Svona verður starfsfólk PLAY klætt – Fatalínan afhjúpuð – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur birtir hreinskilnar „fyrir og eftir“ myndir – Fitusog og brjóstastækkun

Áhrifavaldur birtir hreinskilnar „fyrir og eftir“ myndir – Fitusog og brjóstastækkun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Það var næs þegar það kom sumar um daginn“

Vikan á Instagram – „Það var næs þegar það kom sumar um daginn“