fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Fókus

Svona komst hann að framhjáhaldinu – „Þú hlýtur að vera að grínast í mér“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 5. júní 2021 08:30

Skjáskot úr myndbandinu á TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem maður nokkur birti á samfélagsmiðlinum TikTok hefur vakið mikla athygli en í myndbandinu sýnir hann hvernig hann komst að því að kærasta hans til 6 ára var að halda framhjá honum. The Sun fjallaði um málið.

Maðurinn, sem kemur ekki fram undir nafni, komst að framhjáhaldinu með myndavél sem falin var í USB millistykki. Millistykkið kom með öllu sem hann þurfti til að taka upp myndavélið án þess að kærastan myndi sjá það. Maðurinn deildi síðan myndbandinu sem falda myndavélin tók upp á TikTok og útskýrði málið betur.

„Við höfum verið saman í meira en sex ár,“ segir hann en undanfarið hafði hann grunað að kærastan hans væri að halda framhjá honum en hann hafði engar sannanir fyrir framhjáhaldinu. Eftir að hafa sett myndavélina upp í eldhúsinu sínu gat hann séð streymi af því í símanum sínum.

Í myndbandinu má heyra hurð skellast og svo tvær manneskjur ganga inn í eldhúsið, konu og karl. Konan er kærastan en kærastinn kannaðist ekki við manninn. Þá sér hann kærustuna sína kyssa þennan ókunnuga mann í beinni. „Þú hlýtur að vera að grínast í mér,“ segir hann.

„Þetta er búið. Taktu saman dótið þitt eins fljótt og þú getur. Ég vona að þú sért ánægð,“ segir hann svo í smáskilaboðum sem hann sendi á hana. „Algjör sóun á 6 árum af lífinu mínu.“

Ekki eru þó allir á því að um raunverulega sögu sé að ræða en einhverjir vilja meina að myndbandið sé falsað. „Vel leikið,“ segir til að mynda í einni athugasemd við myndbandið. Þá sagði í einni athugasemd að maðurinn hafi með því að kaupa myndavél til að njósna um kærustuna sína dauðadæmt sambandið hvort eð er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Freyr tekur við Lyngby
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skrifstofufólki brá heldur betur í brún þegar það horfði út um gluggann – Sjáðu myndbandið

Skrifstofufólki brá heldur betur í brún þegar það horfði út um gluggann – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hryllingshús stjörnunnar selt á 220 miljónir – Kynlífssértrúarsöfnuður starfræktur innan veggja þess

Hryllingshús stjörnunnar selt á 220 miljónir – Kynlífssértrúarsöfnuður starfræktur innan veggja þess
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bindisfrágangur Ólafs setur Twitter á hliðina: „Löglegt en siðlaust“

Bindisfrágangur Ólafs setur Twitter á hliðina: „Löglegt en siðlaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kylie Jenner afhjúpar af hverju Travis Scott kom ekki fram í þáttunum

Kylie Jenner afhjúpar af hverju Travis Scott kom ekki fram í þáttunum