fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fókus

Fór á hverjum degi í tvær vikur á McDonalds og missti tvö kíló – „Fólk er svo hrætt við ákveðnar tegundir af mat“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 5. júní 2021 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Oisin Mulligan ákvað að borða mat frá McDonalds á hverjum degi í tvær vikur til að sýna fólki fram á það að matur er ekkert til að óttast, engin matur sé í eðli sínu óhollur fyrir fólk svo lengi sem gætt sé að því að borða ekki meira af kalóríum en líkaminn þarfnast. Hann greindi frá tilraun sinni á TikTok.

Oisin ákvað að borða eina máltíð á hverjum degi frá McDonalds en gæta að öðru leyti upp á hversu mikið af kalóríum hann innbyrði. Hann ákvað að fá sér bara eina máltíð frá skyndibitarisanum á dag því ef hann fengi sér ekkert nema McDonalds í fjórtán daga yrði hann líklega veikur.

„Hver vegna er ég að þessu? Aðalástæðan er til þess að fá fólk til að hætta að óttast mat. Það er engin ein tegund af  mat sem veldur því að þú þyngist“

Hann missti á þessum tveimur vikum tæplega tvö kíló með því einu að draga aðeins úr kalóríum.

„Flestir megrunarkúrar virka þannig að þeir krefjast þess að þú fækkir kalóríum – flestir þeirra gera það þó með því að banna ákveðin fæðuefni svo sem kolvetni. Og ég segi það enn einu sinni – bönn leiða til afglapa.“

Oisin bendir á að þeir sem vilja léttast þurfi að gæta þess að draga aðeins úr þeim kalóríum sem þeir neyta. Ekki þurfi að sniðganga viss fæðuefni því að með slíkum bönnum sé fólk dæmt til að misstíga sig.

„Fólk er svo hrætt við ákveðnar tegundir af mat eða finnst það ekki geta borðað mat sem þeim finnst góður því það er haldið þeirri ranghugmynd að það sé ekki hægt að léttast og borða góðan mat á sama tíma.“

„Ef einhver segir að maturinn þinn sé óhollur eða að McDonalds sé að mestu leyti ruslmatur eða að súkkulaðistykkið sé óhollt – þá líður þér illa þegar þú borðar það“

Því vildi Oisin sýna fram á með þessari tilraun sinni að hann gat leyft sér að borða skyndibita á hverjum degi svo lengi sem kalórímagnið fór ekki úr öllum böndum.

@mulligainz_fitnessFollow to see how this goes , let me know below if you want daily updates ? 😊 ##fitness ##fatloss ##mcdonalds ##fat ##calories ##myfitnesspal ##carbs ##keto

♬ good 4 u – Olivia Rodrigo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Háðsdeila Kristínar Péturs – Gefur lítið fyrir niðurstöðu Neytendastofu og merkir #ekkiad

Háðsdeila Kristínar Péturs – Gefur lítið fyrir niðurstöðu Neytendastofu og merkir #ekkiad
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ljótasti skilnaður New York – Segir 10 milljónir á mánuði ekki nóg til að viðhalda lífsstílnum

Ljótasti skilnaður New York – Segir 10 milljónir á mánuði ekki nóg til að viðhalda lífsstílnum