fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Sólrún Diego segist verða fyrir netníði – Gagnrýnd fyrir að breyta myndum og blekkja neytendur – Gerir það til að komast hjá skítkasti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 29. júní 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Sólrún Diego opnaði sig á dögunum um netníði sem hún segist verða fyrir og hvaða áhrif það hefur á hana.

Hún viðurkennir að til að forðast skítkast hafi hún byrjað að breyta lit á myndum og sjónarhorni en fyrir rúmlega mánuði síðan var hún gagnrýnd fyrir að breyta mynd af vöru sem hún var að auglýsa á Instagram. Hún breytti myndinni þannig að litur vörunnar gjörbreyttist og var hún sökuð um að blekkja neytendur.

Sólrún hefur lengi verið einn vinsælasti áhrifavaldur landsins. Hún byrjaði sakleysislega að sýna frá þrifum á Snapchat og er nú með yfir 44 þúsund fylgjendur á Instagram og búin að gefa út tvær bækur sem tengjast þrifum og skipulagi.

Um helgina sagðist Sólrún verða reglulega fyrir netníði og vegna þessa hefur hún átt erfitt með að deila í Instagram Story. Hún segir ótrúlegt hvað fólk leyfi sér að segja við hana og hún líkir þessum samskiptunum við andlegt ofbeldissamband sem hún var í þegar hún var yngri.

Skítkast frá ókunnugum

Sólrún segir að það séu nokkrar ástæður fyrir því að hún hefur verið að deila minna efni í Instagram Story. „Meðal annars það að ég fór í mikla sjálfsvinnu og fór þá að sjá hvað ég lét margt viðgangast í samskiptum við fólk eða hvað margt var orðið „normal“ sem á í raun ekki að vera ásættanlegt. Ég skil það vel að fólk hafi ekki tekið eftir minna efni frá mér og er ekki að ætlast til þess,“ segir hún og bætir við:

„Og einmitt akkúrat þetta hérna á undan. Af hverju er ég að afsaka að ég ætlist ekki til þess að fólk hafi ekki tekið eftir breytingum? Jú til þess að hlífa sjálfri mér frá skítkasti eða gagnrýni frá ókunnugu fólki sem gæti kallað mig ekki svo skemmtilegum nöfnum svo ég þurfi ekki að útskýra mig nánar.“

Sólrún segist meðvituð að það sé val að vera með þennan miðil. „Ég veit en það er líka val hvernig við tölum til náungans og hvernig við komum fram við aðra. Alveg sama hver það er,“ segir hún.

„Og það á ekki að teljast í lagi að blikka nánast ekki auga við það að fá send til sín skilaboð um hvað maður sé að gera rangt nánast alla daga. Þegar ég fór að vinna í mér og velta akkúrat þessum hluta fyrir mér þá gat ég líkt þessu við andlega ofbeldis sambandið sem ég var í þegar ég var ung. Ég fann hvað mér fannst bara allt í einu aftur „eðlilegt“ að vera gagnrýnd eða talað niður til mín fyrir minnstu hluti og mér finnst það svo sjúkt!“

Sólrún segist ekki vera að kalla sig fórnarlamb eða segja að allir séu vondir við hana en hún spyr sig af hverju við leyfum þessu að viðgangast.

„Af hverju er þetta orðið það eðlilegt að það eina sem fólk segir: „Já bara svo mikil afbrýðissemi.““

Gagnrýnd

Kristín Samúelsdóttir, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, gagnrýndi filternotkun áhrifavalda á Instagram fyrir nokkrum vikum. Mannlíf greindi frá.

Hún sagði marga áhrifavalda blekkja fylgjendur með því að breyta myndum af vörum sem þeir eru að auglýsa. Hún tók eina auglýsingu frá áhrifavaldi sérstaklega fyrir en sá áhrifavaldur birti mynd af peysu og setti „filter“ yfir myndina svo að litur peysunnar breyttist. Peysan er grænleit en á mynd og auglýsingu áhrifavaldsins var peysan fölbleik.

Það er vert að taka fram að þessi peysa kemur ekki í tveimur mismunandi litum, heldur fæst aðeins í þessum græna.

Myndin til vinstri er skjáskot úr Story hjá Sólrúnu. Myndin til hægri er sama peysan. Skjáskot/Instagram

Kristín birti nokkur myndbönd um málið í Story á Instagram og er enn hægt að nálgast þau í „highlights“ (Filternotkun) hjá henni á Instagram @Ksam.beauty.

Kristín nafngreindi ekki áhrifavaldinn en umræddur áhrifavaldur er Sólrún Diego.

Í yfirlýsingu sinni sem hún birti um helgina viðurkennir Sólrún að hún hefur breytt lit á myndum og sjónarhornum. Hún nefnir þetta atvik þó ekki sérstaklega.

„Ég stend sjálfa mig að því að vera breyta sjónarhornum. Litum sem mer þykja fallegir og allt upp í það að sleppa því að sýna suma hluti bara til að komast sem mest hjá því að vera tekin fyrir,“ segir hún.

Elskar það sem hún gerir

Sólrún segir að það sé auðveldast fyrir hana bara að hætta þessu og einbeita sér að einhverju öðru en hún elskar að gera það sem hún gerir.

Hún ætlar að halda áfram að „reyna að deila þessum upplifunum mínum með ykkur í von um að fólk skilji netníðina sem fer vaxandi – alls ekki bara útaf mér sjálfri heldur líka allri ungu kynslóðinni sem þrífst í grimmum TikTok heimi alla daga,“ segir hún og bætir við:

„Ef þessir hlutir geta brotið í mér hjartað þá get ég ekki ímyndað mér hvernig þessum ungu krökkum líður.“

Yfirlýsing Sólrúnar í heild sinni:

Ég er búin að reyna að fá mig til þess að vera hreinskilin við ykkur núna í langan tíma en aldrei tekið af skarið sem er ólíkt mér vegna þess að ég elska að gera upp tilfinningar mínar til þess að halda áfram. En núna síðan í byrjun árs hef ég átt erfitt með að viðhalda „storyinu“ mínu eins og ég var vön og það sem ég elska að gera, deila mismunandi efni með ykkur hér.

Það eru í rauninni nokkrar ástæður fyrir því og meðal annars það að ég fór í mikla sjálfsvinnu og fór þá að sjá hvað ég lét margt viðgangast í samskiptum við fólk eða hvað margt var orðið „normal“ sem á í raun ekki að vera ásættanlegt. Ég skil það vel að fólk hafi ekki tekið eftir minna efni frá mér og er ekki að ætlast til þess.

Og einmitt akkúrat þetta hérna á undan. Af hverju er ég að afsaka að ég ætlist ekki til þess að fólk hafi ekki tekið eftir breytingum? Jú til þess að hlífa sjálfri mér frá skítkasti eða gagnrýni frá ókunnugu fólki sem gæti kallað mig ekki svo skemmtilegum nöfnum svo ég þurfi ekki að útskýra mig nánar.

Að vera með þennan miðil er val. Ég veit en það er líka val hvernig við tölum til náungans og hvernig við komum fram við aðra. Alveg sama hver það er.

Og það á ekki að teljast í lagi að blikka nánast ekki auga við það að fá send til sín skilaboð um hvað maður sé að gera rangt nánast alla daga.

Þegar ég fór að vinna í mér og velta akkúrat þessum hluta fyrir mér þá gat ég líkt þessu við andlega ofbeldis sambandið sem ég var í þegar ég var ung. Ég fann hvað mér fannst bara allt í einu aftur „eðlilegt“ að vera gagnrýnd eða talað niður til mín fyrir minnstu hluti og mér finnst það svo sjúkt!

Ég er ekki að segja að ég sé fórnarlamb eða allir séu vondir við mig – alls ekki. En af hverju leyfum við þessu að viðgangast. Af hverju er þetta orðið það eðlilegt að það eina sem fólk segir: „Já bara svo mikil afbrýðissemi.“

Og ég stend sjálfa mig að því að vera breyta sjónarhornum. Litum sem mer þykja fallegir oga llt upp í það að sleppa því að sýna suma hluti bara til að komast sem mest hjá því að vera tekin fyrir.

Ég veit að auðveldasta leiðin fyrir mig er að hætta þessu og einbeita mér að einhverju öðru – en hvað þá til þess að þóknast öðrum. Því það sem ég er að gera er það sem ég elska.

Ég ætla að reyna aðh alda áfram að deila þessum upplifunum mínum með ykkur í von um að fólk skilji netníðina sem fer vaxandi – alls ekki bara útaf mér sjálfri heldur líka allri ungu kynslóðinni sem þr´ðifst í grimmum TikTok heimi alla daga.

Ef þessir hlutir geta brotið í mér hjartað þá get ég ekki ímyndað mér hvernig þessum ungu krökkum líður.

Ræðum þetta við unga fólkið okkar og mér finnst það líka vanta í umræðuna að manni má líða illa yfir svona hlutum. Maður getur ekki alltaf verið sterkur!

Verum góð við hvort annað!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“