fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Áhrifavaldadrottningar landsins innsigla vináttuna með bleki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 28. júní 2021 09:18

Mynd/Instagram/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldavinkonuhópur Íslands, sem samanstendur af nokkrum af stærstu áhrifavöldum landsins, innsiglaði vináttuna að eilífu með bleki.

Þær Sunneva Einarsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Hildur Sif Hauksdóttir, Ína María Norðfjörð og Ástrós Traustadóttir fengu sér allar eins tattú, stafina LXS.

Vinkonurnar fengu sér tattúið í samstarfi við tattúlistamanninn Brynjar sem starfar á Apollo Ink. Þær voru að sjálfsögðu duglegar að deila myndum og myndböndum í Story á Instagram.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram

„Fyrsta og eina tattooið ever takk og bless,“ sagði Birgitta Líf.

Þó þær hefðu allar fengið sér sama tattúið þá var staðsetning þess mismunandi. Birgitta Líf, Hildur Sif og Magnea fengu sér það á mjöðmina.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram

Sunneva Einars og Ástrós fengu sér það á ökklann og Ína María var sú eina sem fékk sér það undir ilina.

Nú bíðum við bara spennt eftir því að þær opinberi hvað LXS stendur fyrir. Við ætlum að veðja á „lúxus“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“