fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Fókus

Bachelor-stjarna í áfalli eftir „niðurlægjandi“ áskorun – „Ég var neydd til að taka þátt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 25. júní 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erica Rose tók þátt í vinsæla raunveruleikaþættinum The Bachelor árið 2006 og kom einnig fram í annarri þáttaröð af Bachelor Pad árið 2011. Hún opnar sig um upplifun sína úr þáttunum í hlaðvarpsþættinum Unpopular og ræðir sérstaklega um niðurlægjandi áskorun í Bachelor Pad.

Áskorunin gekk út á að karlkyns keppendur áttu að henda eggjum í konurnar sem þeim þætti minnst aðlaðandi. Eggin voru fyllt með málningu.

Konurnar voru látnar klæðast bikiní og var bundið fyrir augu þeirra. Síðan byrjuðu karlkyns keppendurnir að kasta eggjum og var kastað flestum eggjum í Ericu.

Erica í Bachelor Pad eftir áskorunina.

„Þetta var virkilega vont. Tilfinningalega séð þá var þetta hræðilegt en líkamlega þá var þetta fokking vont,“ segir hún.

„Ég gekk í burtu og var alveg: „Ég vil ekki gera þetta lengur. Þetta er hrottalegt.“ Það var ekki eins og bara tilfinningar mínar hafi verið særðar, þetta var alveg virkilega vont.“

Erica segir að þá hefði Chris Harrison, kynnir þáttanna, sagt að hún yrði rekin úr þáttunum ef hún myndi ekki klára áskorunina.

„Á þessum tímapunkti sagði Chris við mig, og ég er viss um að einhver annar hefði sagt honum að segja þetta, að annaðhvort myndi ég klára áskorunina og leyfa þeim að kasta eggjum í mig eða ég yrði send heim,“ segir hún.

Hún bætir við að karlkyns keppendum hafi að lokum verið sagt að hætta að kasta svona fast. „Markmið leiksins var ekki að meiða fólk heldur niðurlægja það,“ segir hún.

Erica viðurkennir að hún hefði verið í áfalli eftir þetta og líkir áhrifunum við áfallastreituröskun (e. PTSD). Hún segir að það hefði líka verið ömurlegt að seinna í þáttaröðinni hefðu nokkrar konur fengið að sleppa kossaáskorun án þess að vera sendar heim.

Erica segist hafa sent Mike Fleiss, manninum á bak við Bachelor þættina, skilaboð í fyrra og krafist þess að fá afsökunarbeiðni. Hún fékk enga afsökunarbeiðni.

„Að segja að Bachelor hefði haft áhrif á andlega heilsu mína er vægt til orða tekið. Ég hef aldrei fengið opinbera afsökunarbeiðni frá framleiðendum eða Mike Fleiss vegna þess hvernig þeir komu fram við mig á þessum tíma þar sem keppendum var sagt að kasta eggjum í konuna sem þeim þætti minnst aðlaðandi,“ sagði hún á Twitter í fyrra.

Síðan Erica tók þátt í Bachelor þáttunum hefur hún útskrifast sem lögfræðingur og rekur nú eigin stofu í Houston í Texas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nökkvi Fjalar vildi ekki láta bólusetja sig – „Þetta er viðkvæmt mál“

Nökkvi Fjalar vildi ekki láta bólusetja sig – „Þetta er viðkvæmt mál“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi gerður hornreka og biðst afsökunar á færslunni – „Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum“

Bubbi gerður hornreka og biðst afsökunar á færslunni – „Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu