fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Stærstu skandalar Love Island – „Þetta voru verstu mistök lífs míns“

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. júní næstkomandi hefst 7. þáttaröð bresku útgáfu Love Island-þáttanna á ITV. Keppendurnir voru tilkynntir á dögunum og mikil spenna er í loftinu.

Þættirnir eru þekktir fyrir að vera með ansi djarfa keppendur og dregur það fjöldann af áhorfendum að skjánum. Skandalarnir hafa verið þónokkrir en hér fyrir neðan má lesa um þá helstu.

Afbrýðisöm og sullaði

Í annarri þáttaröð mætti Malia Arkian í húsið þegar sjö dagar voru liðnir af keppninni. Hún staldraði ekki lengi við þar sem hún náði að valda svakalegum usla á stuttri dvöl sinni.

Þegar Malia mætti ákvað hún að reyna við Scott Thomas, sem var nú þegar með Kady McDermott. Malia bauð honum á stefnumót og við það varð Kady afbrýðisöm. Þegar allar stelpurnar sátu saman að spjalla sauð allt upp úr.

Kady sullaði óvart úr glasi sínu og fór smávegis af vökvanum á fótlegg Malia. Við það brjálaðist hún og byrjaði að öskra á Kady.

„Ef þú vilt tala við mig, komdu þá. Þú gerir ekki svona við mig, alls ekki,“ öskraði Malia en Kady leyfði henni ekki að valta svo auðveldlega yfir sig. Þær öskruðu og kölluðu hvora aðra illum nöfnum áður en Malia ýtti Kady.

Malia var send heim sama kvöld en Kady og Scott héldu sambandi sínu áfram út þættina og þar til þau hættu saman í ágúst árið 2017.

Ekkert falið

Það var einnig í annarri þáttaröð sem næsti skandall varð en það sem gerðist særði blygðunarkennd margra áhorfenda.

Eins og allir sem horft hafa á þættina vita þá gista keppendur allir í sama herbergi og sofa pörin saman í rúmi. Það getur verið erfitt fyrir pörin að njóta ásta enda ekki allir tilbúnir að leyfa öllum öðrum að heyra, hvað þá sjá.

Terry Walsh og Emma-Jane Woodhams var þó alveg sama um hvað aðrir sáu og heyrðu og stunduðu kynlíf í herberginu. Það sem gerði ástarlot þeirra áhugaverðari var sú staðreynd að þau voru ekki undir sænginni allan tímann.

Þau héldu að ITV mætti ekki sýna atvikið þar sem það væri of gróft en þar höfðu þau rangt fyrir sér þar sem þetta var sjónvarpað og alls ekki klippt út.

Aðrir horfðu á á meðan þau athöfnuðu sig

Missti titilinn

Og enn og aftur erum við mætt í aðra þáttaröð. Zara Holland sló í gegn í þáttunum en hún hafði unnið keppnina Ungfrú Stóra-Bretland árinu áður. Zara eyddi nótt í „The hideaway“ ásamt Alex Bowen, en það er staður þar sem hægt er að fara afsíðis.

Þar sváfu þau saman, undir sænginni, en atvikið var sýnt áhorfendum degi síðar. Það þótti ekki sæmandi fyrir ungfrú Stóra-Bretlands að stunda kynlíf í sjónvarpinu og því var titillinn tekinn af henni.

Zara Holland

Zara fór af eyjunni nokkrum dögum síðar þegar hún tilkynnti öðrum að mamma hennar væri orðin veik.

„Ég er ekki að reyna að afsaka þetta, ég ber ábyrgð á sjálfri mér og ég tók þessa ákvörðun. Þetta voru verstu mistök lífs míns,“ sagði Zara um málið.

Kynferðisleg áreitni

Í fimmtu þáttaröð var Maura Higgins ansi hrifin af Tommy Fury, þrátt fyrir að hann væri nú þegar með Molly-Mae Hague. Þau eru enn saman í dag.

Í einum þættinum lagðist Maura ofan á Tommy og reyndi að kyssa hann nokkrum sinnum en hann reyndi að forðast kossana. Yfir 700 manns kvörtuðu yfir þessari framgengni Maura til sjónvarpsstöðvarinnar.

Nánast allar kvartanirnar hljóðuðu upp á að Maura væri þarna að gerast sek um kynferðislega áreitni þar sem Tommy var augljóslega ekki að njóta sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar