fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Íslandsbanki sendi Siffa G kveðju – Sjáðu myndbandið


Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag sendi Íslandsbanki Boomerang-myndband handa Twitter-verjanum Siffa G. Það má sjá á samfélagsmiðlinum Twitter, en þar hafði Siffi, sem heitir réttu nafni Sigurjón Guðjónsson, óskað eftir hjálp frá bankanum til þess að kaupa myndband af útvarpsmanninum Agli Plooder. Íslandsbanki gerði sér lítið fyrir og keypti myndband af Agli sem skilaði kveðju til Siffa

Samfélagsmiðillinn Boomerang hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu en nú er vefsíðan komin í loftið að fullu. Á vefsíðunni er hægt að borga frægum Íslendingum fyrir persónulegar kveðjur en kveðjurnar kosta jafnan um það bil 15.000 krónur.

Sjáðu hvað kveðjurnar frá fræga fólkinu á Íslandi kosta – Mugison dýrastur en Höfðinginn kostar klink

Í gærkvöld birti Siffi færslu á Twitter þar sem hann skrifaði kaldhæðnislega að honum sárvantaði lán og taggaði Íslandsbanka sérstaklega. Í færslunni birti hann jafnframt skjáskot af Boomerang, sem sýndi að myndband frá Agli Ploder kostar 15.000 krónur.

Í dag svaraði Íslandsbanki Siffa, en þó ekki með lánveitingu, heldur með myndbandi frá Agli Ploder. Þar skilar hann kveðju til Siffa og segir jafnframt að hann geri sterklega ráð fyrir því að Siffi eigi hlut í Íslandsbanka, og vísar þar til Hlutafjárútboðs Íslandsbanka, sem átti sér stað á dögunum. Kveðja Egills var eftirfarandi:

„Jæja, Siffi G. Innilega til hamingju, mín fyrsta kveðja! Og það allt í boði Íslandsbanka. Ég geri fastlega ráð fyrir því að þú eigir hlut í þeim banka líka, svona ef ég þekki þig rétt. Ég vil bara kasta á þig kveðju, þakka þér kærlega fyrir þitt framlag til samfélagsins, sérstaklega Twitter-samfélagsins. Þú ert kóngurinn. Áfram gakk!“

Siffi hefur svarað kveðjunni, með því að halda því fram að hún verði margra milljóna virði eftir ár. Auk þess grínaðist hann með að gjaldmiðill framtíðarinnar væru kveðjur frá Agli Ploder.

Þess má geta að Siffi G hefur verið reglulegur gestur í útvarpsþætti Egils, Brennslunni, þar sem hann hefur ásamt félaga sínum Tómasi Steindórssyni farið yfir stöðu mála á Twitter. Heitir sá dagskrárliður Twitter vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar