fbpx
Þriðjudagur 28.september 2021
Fókus

Sjáðu myndina: Gunnar húðflúraði áfengisflösku á bólakafi í kynfærum konu

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 11:52

Gunnar V og húðflúrið sem um ræðir - Mynd af Gunnari: Skjáskot af Element Tattoo - Mynd af húðflúrinu: Skjáskot af Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húðflúr eru jafn mismunandi og þau eru mörg en sum eru þó óvenjulegri en önnur. Listamaðurinn Gunnar V, sem vinnur á húðflúrstofunni Element Tattoo í Osló í Noregi, tók á dögunum að sér að ansi óvenjulegt verkefni fyrir viðskiptavin stofunnar.

Gunnar birti mynd af húðflúrinu sem um ræðir á Facebook-síðu sinni í gær. Blekverkið er af Fernet-Branca áfengisflösku sem er á bólakafi í kynfærum konu. „Það var áskorun að gera miðann á flöskunni,“ segir Gunnar í færslunni á Facebook en þar kemur einnig fram hvar húðflúrið er staðsett. „Á rifjunum. En þetta er skemmtilegt húðflúr fyrir skemmtilegan viðskiptavin.“

Sjá einnig: Jóri fékk sér Titanic flúr hjá Gunnari V. á slóðum Titanic

Á heimasíðu Element Tattoo kemur fram að Gunnar sérhæfir sig í húðflúrum sem eru raunveruleg en hann gerir bæði húðflúr í svarthvítu og lit. Þá má einnig sjá fleiri húðflúr á heimasíðunni sem Gunnar hefur gert. Þar má til að mynda finna húðflúr af leikkonunni Natalie Portman í hlutverki stripparans Alice í myndinni Closer. Auk þess má sjá húðflúr af óhugnanlegum trúði, blettatígri og hauskúpu með blómi.

Skjáskot/Element Tattoo
Skjáskot/Element Tattoo
Skjáskot/Element Tattoo

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Snyrtilegur Björn Leví vakti athygli í gær – „Lítur út fyrir að eiga flugfélag“

Snyrtilegur Björn Leví vakti athygli í gær – „Lítur út fyrir að eiga flugfélag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Fólk einfaldlega setur inn sitt eigið efni sér að kostnaðarlausu og fær greitt eftir áhorfsmínútum“

„Fólk einfaldlega setur inn sitt eigið efni sér að kostnaðarlausu og fær greitt eftir áhorfsmínútum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólétt Kylie Jenner svarar 73 spurningum

Ólétt Kylie Jenner svarar 73 spurningum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“