fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fókus

Afhjúpar loksins ástæðuna fyrir endalokum sambands hans og Miley Cyrus

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 2. júní 2021 08:41

Cody Simpson og Miley Cyrus. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski söngvarinn og sundkappinn Cody Simpson opnar sig í fyrsta sinn um sambandsslit sín og stórstjörnunnar Miley Cyrus. Cody og Miley voru saman í tæplega ár áður en þau hættu saman í ágúst 2020. Þau hafa lítið sem ekkert tjáð sig um ástæðu sambandsslitanna fyrr en nú.

Í samtali við ástralska 60 Minutes sjónvarpsþáttinn á sunnudaginn síðastliðinn sagði Cody að honum og Miley fannst eins og sambandið hefði „runnið sitt skeið á enda.“

Mynd/Instagram

„Ég hafði þekkt hana lengi á þeim tímapunkti. Ekki sem leiðbeinanda (e. mentor) en alltaf sem mjög skapandi manneskju,“ segir hann.

„Við fórum frá því að vera góðir vinir í að eiga mikið af sömu vinunum og svo vorum við saman um tíma. Allt endaði frekar friðsamlega. Ætli þetta hafi ekki verið svona tímabil. Þú ferð í gegnum það og lærir af því.“

Miley Cyrus og Cody byrjuðu saman nokkrum mánuðum eftir að hún skildi að borði og sæng við eiginmann sinn, leikarann Liam Hemsworth. Miley og Liam gengu í það heilaga í desember 2018 en hættu saman í ágúst 2019. Miley og Cody byrjuðu að stinga saman nefjum í október 2019. Samband þeirra var mjög opinbert á samfélagsmiðlum og vakti það talsverða athygli á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólétt Kylie Jenner svarar 73 spurningum

Ólétt Kylie Jenner svarar 73 spurningum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“