fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fókus

Ljótasti skilnaður New York – Segir 10 milljónir á mánuði ekki nóg til að viðhalda lífsstílnum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. júní 2021 11:29

Libbe og David.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Libbie Mugrabi, fyrrverandi eiginkona bandaríska milljarðamæringsins David Mugrabi, vill enduropna skilnaðarmálið. Hún sakar hann um að hafa viljandi eyðilagt listaverk, meðal annars málverk eftir Jean-Michel Basquiat og Andy Warhol sem hann átti að láta hana fá samkvæmt dómsúrskurði.

Skilnaður Libbie og David hefur gjarnan verið kallaður „illgjarnasti“ (e. nastiest) skilnaður New York. David er listverkasali og eru fyrrverandi hjónin hluti af efri stéttar elítu stórborgarinnar.

Dómari hæstaréttar Manhattan dæmdi í máli þeirra í apríl og áttu þau að skipta á milli sín málverkjum og bílum. En Libbie heldur því fram að fyrrverandi eiginmaður hennar hafi brotið gegn úrskurðinum og hafi viljandi eyðilagt málverk metin á tæplega tvo milljarða.

Hún segist einnig ekki geta viðhaldið lífsstílnum sem börnin þeirra eru vön en hún fær andvirði tæpra tíu milljóna króna, nánar tiltekið 9,6 milljónir, í meðlag í hverjum mánuði.  Hún vill að meðlagið verði hækkað í 12 milljónir króna á mánuði.

Libbie krefst þess að dómstóllinn ógildi núverandi samning og það verði byrjað upp á nýtt í samningsviðræðum.

Líkir sér við Díönu Prinsessu

Fjölskylda David á mörg hundruð milljarða í listmunum, meðal annars stærsta safn listaverka eftir Andy Warhol.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrrverandi hjónin rífast yfir listmunum. Á meðan skilnaðinum stóð greindi Libbie frá því að þau hefðu eitt sinn „slegist“ yfir 60 milljón króna skúlptúr og að David hefði ýtt henni út um dyrnar og öskrað að hún væri „gold-digger“ eða gullgrafari.

Í nýlegu viðtali við New York Post líkti Libbie sér við Díönu prinsessu.

„Ég var eins og hún, ég giftist ung. Mér var sagt hvað ég ætti að gera og hverju ég ætti að klæðast […] Það er verið að stjórna þér og það skiptir engu máli hvað er sanngjarnt eða hvað þú átt skilið,“ sagði hún.

Samkvæmt dómskjölum er Libbie atvinnulaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gefur barnsfeðrum sínum einkunn í „furðulegu“ myndbandi – Einn fékk falleinkunn

Gefur barnsfeðrum sínum einkunn í „furðulegu“ myndbandi – Einn fékk falleinkunn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar leikur sæðisfrumu í nýjum smokkaleik landlæknis – Glæsilegir vinningar í boði

Páll Óskar leikur sæðisfrumu í nýjum smokkaleik landlæknis – Glæsilegir vinningar í boði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rostungurinn Valli kominn á stefnumótaforritið Smitten – „Erfitt að taka Valla rostung, ljósið okkar í skammdeginu úr umferð“

Rostungurinn Valli kominn á stefnumótaforritið Smitten – „Erfitt að taka Valla rostung, ljósið okkar í skammdeginu úr umferð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði að blása á afmæliskertin en kveikti óvart í sér – Myndband

Ætlaði að blása á afmæliskertin en kveikti óvart í sér – Myndband
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myrkradrottningin kemur út úr skápnum – „Þarna á dyrakarminum stóð þjálfarinn minn“

Myrkradrottningin kemur út úr skápnum – „Þarna á dyrakarminum stóð þjálfarinn minn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar dökku hliðar fyrirsætubransans – Átti að nota kókaín og kynlíf til að grennast

Afhjúpar dökku hliðar fyrirsætubransans – Átti að nota kókaín og kynlíf til að grennast
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur handtekinn fyrir að stunda sjálfsfróun í beinu streymi – Gæti þurft að sitja inni í 12 ár

Áhrifavaldur handtekinn fyrir að stunda sjálfsfróun í beinu streymi – Gæti þurft að sitja inni í 12 ár