fbpx
Fimmtudagur 29.júlí 2021
Fókus

Matur & Heimili á Hringbraut í kvöld: Töfrar Flateyjar

Fókus
Þriðjudaginn 15. júní 2021 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjöfn Þórðar heimsækir Flateyinga í þættinum Matur & Heimili sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 19 og 21 í kvöld.

Flatey á Breiðafirði er mikil náttúruperla og menningarafurð Íslands. Gjöful fiskimið liggja allt í kringum eyjuna og má með sanni segja að Flatey sé gjöful matarkista og ljúft er að njóta ferskra afurða þar úr firðinum. Hótel Flatey er staðsett í miðju gamla þorpsins í Flatey og útsýnið út frá hótelinu er eins og lifandi málverk af náttúraparadís sem á sér enga líka. Húsin í gömlu miðstöðinni eru timburvirki frá fyrir velmegnunartímum eyjunnar og flest þeirra hafa verið endurreist í sínum upprunalega stíl. Á hótelinu er finna margar leyndardóma eyjunnar, matarástríðuna, frumlegu kokteilana og mannlífið sem þar hefur blómstrað í áranna rás.

Sjöfn Þórðar heimsækir Hótel Flatey og fær fólkið sem þar stendur vaktina, hver á sínu sviði, til svipta hulunni af leyndardómum eyjunnar og hótelsins. Fyrst hittir Sjöfn Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóra Minjaverndar sem einnig er einn þeirra aðila sem stendur að rekstri Hótel Flateyjar og Sigríði Heiðar ráðgjafa og fær innsýn í sögu hússins, hótelsins og starfsemina.

Ferskasta hráefnið úr matarkistu Breiðarfjarðar

Maturinn sem kokkurinn framreiðir á hótelinu endurspeglar náttúru og gnæð matarkistu Breiðarfjarðar. Friðgeir Trausti Helgason matreiðslumeistari stýrir eldhúsinu og notar ávallt ferskt hráefni úr firðinum, eins og krækling, fisk og hrogn. Einnig er hann með matjurtagarð og sækir þangað ferskt nýtt grænmeti og kryddjurtir á hverjum degi. „Matseðillinn á Hótel Flatey í sumar er töfluseðill þar sem ég er með frekar fáa rétti enn er sífellt að breyta um og nota ferskasta hráefnið sem ég kemst yfir að hverju sinni. Matur sóttur í matarkistu Breiðarfjarðar enn undir áhrifum af eldamennsku minni í New Orleans og LA,“segir Friðgeir og segir ekkert jafnast á við það að vera kokkur út í Flatey.

Sjá nánar á vef Hringbrautar

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf birti mynd inni á klósetti og var harðlega gagnrýnd – Þetta er ástæðan

Birgitta Líf birti mynd inni á klósetti og var harðlega gagnrýnd – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Poppstjarnan tók upp fyrstu kynlífssenuna sína – „Ég fann fyrir smá kvíða“

Poppstjarnan tók upp fyrstu kynlífssenuna sína – „Ég fann fyrir smá kvíða“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rósa þarf að nota stóma eftir illvígt krabbamein – Hljóp 106 km í Hengill-Ultra utanvegahlaupinu

Rósa þarf að nota stóma eftir illvígt krabbamein – Hljóp 106 km í Hengill-Ultra utanvegahlaupinu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Halle Berry birtir mynd af sér á brjóstunum

Halle Berry birtir mynd af sér á brjóstunum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona fór Jónas að því að ná fjórum drengjum úr snjallsímunum – „Þetta var að minnsta kosti stund á milli símastríða“

Svona fór Jónas að því að ná fjórum drengjum úr snjallsímunum – „Þetta var að minnsta kosti stund á milli símastríða“
Fókus
Fyrir 1 viku

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sjáðu myndina: Kim Kardashian „óþekkjanleg“ eftir útlitsbreytinguna

Sjáðu myndina: Kim Kardashian „óþekkjanleg“ eftir útlitsbreytinguna